Innleiðum tómstundamenntun í öll stig skólakerfisins! Róshildur Björnsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 16:22 Árið 1982 gerði Tom Weiskopf rannsókn á því hvað meðalmanneskja sem lifir í 70 ár eyðir tíma sínum í. Þar kom fram að hún eyðir um 27 árum í frítíma og þar af leiðandi ættum við að nota mun meiri tíma til að búa okkur undir það sem við ætlum að gera í þessum frítíma okkar. Í skólum er alltaf einblínt á að undirbúa nemendur fyrir framtíðarstörf. Af hverju þarf alltaf allt að vera svona innrammað og leiðinlegt? Frekar ætti skólakerfið að rýna meira í tómstundamenntun þar sem alltof margir eru að nota frítíma sinn á fremur neikvæðan hátt. Hvernig einstaklingur nýtir frítíma sinn, getur haft gríðarleg áhrif á hvernig hann mótast sem samfélagsþegn seinna meir. Tómstundamenntun snýst um það að kenna fólki að nota frítíma sinn á uppbyggjandi hátt og þannig auka lífsgæði. Þetta er menntun sem er með það markmið að ná fram jákvæðum breytingum á notkun á frítíma. Hún getur bæði átt sér stað við óformlega og formlega menntun og þátttakendur geta verið á öllum aldri. Til þess að útskýra aðeins hvað óformlega menntun er þá er það yfirleitt eitthvað nám sem fer fram utan skóla sem dæmi í félagsmiðstöðvum og íþróttum. Þú öðlast þekkingu, færni og almennan þroska sem mun nýtast þér allt lífið. En af hverju tómstundamenntun spyrja sumir sig eflaust? Alveg eins og það er einblínt á hvernig við eigum að undirbúa okkur undir framtíðarstarfið þá þurfum við líka að læra hvernig við eigum við nota frítíma okkar og haga okkur í honum, því eins og ég tók fram hér framar fer stærstur hluti lífs okkar í frítíma. Það að eiga nógan frítíma bætir ekki lífsgæði nema þú kunnir að nota þennan tíma á árangursríkan hátt. Þetta þarf að innleiða í skólakerfið og reyna koma tómstundamenntun inn í hverja námsgrein fyrir sig. Einnig er hægt að hafa þetta sem sér áfanga í framhaldsskólum og tengja þetta við félagslíf nemendanna. Með þessu er hægt að kenna unglingum mikilvægi þess að nýta frítíma sinn í jákvæða og heilbrigða hluti. Þetta gæti hindrað það að unglingar fari út í óæskilegan lífstíl vímuefna og áfengis. Því einhver er nú ástæðan fyrir því að þau prufi neikvæða hluti til að byrja með. Þau vita ekki hvað þau eiga að gera við frítíma sinn. Þetta er ekki eitthvað sem er meðfætt og við þurfum öll þjálfun og fræðslu í þessu og ef við fáum hana getur kostnaður fyrir samfélagið minnkað gríðarlega. Innleiðum tómstundamenntun inn í alla skóla því hún er mun mikilvægari en margir gera sér grein fyrir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1982 gerði Tom Weiskopf rannsókn á því hvað meðalmanneskja sem lifir í 70 ár eyðir tíma sínum í. Þar kom fram að hún eyðir um 27 árum í frítíma og þar af leiðandi ættum við að nota mun meiri tíma til að búa okkur undir það sem við ætlum að gera í þessum frítíma okkar. Í skólum er alltaf einblínt á að undirbúa nemendur fyrir framtíðarstörf. Af hverju þarf alltaf allt að vera svona innrammað og leiðinlegt? Frekar ætti skólakerfið að rýna meira í tómstundamenntun þar sem alltof margir eru að nota frítíma sinn á fremur neikvæðan hátt. Hvernig einstaklingur nýtir frítíma sinn, getur haft gríðarleg áhrif á hvernig hann mótast sem samfélagsþegn seinna meir. Tómstundamenntun snýst um það að kenna fólki að nota frítíma sinn á uppbyggjandi hátt og þannig auka lífsgæði. Þetta er menntun sem er með það markmið að ná fram jákvæðum breytingum á notkun á frítíma. Hún getur bæði átt sér stað við óformlega og formlega menntun og þátttakendur geta verið á öllum aldri. Til þess að útskýra aðeins hvað óformlega menntun er þá er það yfirleitt eitthvað nám sem fer fram utan skóla sem dæmi í félagsmiðstöðvum og íþróttum. Þú öðlast þekkingu, færni og almennan þroska sem mun nýtast þér allt lífið. En af hverju tómstundamenntun spyrja sumir sig eflaust? Alveg eins og það er einblínt á hvernig við eigum að undirbúa okkur undir framtíðarstarfið þá þurfum við líka að læra hvernig við eigum við nota frítíma okkar og haga okkur í honum, því eins og ég tók fram hér framar fer stærstur hluti lífs okkar í frítíma. Það að eiga nógan frítíma bætir ekki lífsgæði nema þú kunnir að nota þennan tíma á árangursríkan hátt. Þetta þarf að innleiða í skólakerfið og reyna koma tómstundamenntun inn í hverja námsgrein fyrir sig. Einnig er hægt að hafa þetta sem sér áfanga í framhaldsskólum og tengja þetta við félagslíf nemendanna. Með þessu er hægt að kenna unglingum mikilvægi þess að nýta frítíma sinn í jákvæða og heilbrigða hluti. Þetta gæti hindrað það að unglingar fari út í óæskilegan lífstíl vímuefna og áfengis. Því einhver er nú ástæðan fyrir því að þau prufi neikvæða hluti til að byrja með. Þau vita ekki hvað þau eiga að gera við frítíma sinn. Þetta er ekki eitthvað sem er meðfætt og við þurfum öll þjálfun og fræðslu í þessu og ef við fáum hana getur kostnaður fyrir samfélagið minnkað gríðarlega. Innleiðum tómstundamenntun inn í alla skóla því hún er mun mikilvægari en margir gera sér grein fyrir!
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun