Unglingaveikin eða þegar heimurinn skilur mann ekki Ársæll Hjálmarsson skrifar 25. febrúar 2015 16:24 Það hefur verið mikið í umræðunni hvort bólusetja eigi börn gegn hinum ýmsum sjúkdómum. Að fylgjast með þeirri umræðu er álíka spennandi og að fylgjast með löngum úrslitaleik í tennis. Enginn virðist ætla að vinna þó hver og einn hafi eitthvað til síns máls. Hvað með hina alvarlegu unglingaveiki? Af hverju er ekki bólusett fyrir þeim skæða sjúkdómi sem herjar á unglinga landsins? Unglingaveikin er ekkert annað en hormóna- og tilfinningaruglingur í unglingum. Barnið er að þroskast og líkaminn og tilfinningarnar að mótast fyrir framtíð einstaklingsins. Eflaust læðast margir foreldrar fram hjá unglingnum á heimilinu í þeirri von um að lenda ekki í skapsveiflukasti hans eða finnast þau vera fyrir unglingnum. Unglingurinn er líkt og góð stífla á þessum tíma, stöðugt rennur tilfinningar sem staðna í unglingnum þar til hleypt er af stíflunni og þær flæða fram. Oftast nær nær unglingurinn ekki tökum á þessum tilfinningum sínum og sveiflast hann úr sorg yfir í reiði og svo yfir í gleði eða í hvaða röð sem er. Þar sem enginn leiðarvísir fylgir unglingum þurfum viði sem eldri erum að aðstoða unglinginn við að takast á við unglingsárin. Þeim finnst heimurinn alls ekki skilja þá, allir eru á móti þeim og skoðunum þeirra og lífið er annaðhvort ömurlegt eða æðislegt, ekkert millibil þar á. En hvernig aðstoðar maður einhvern sem bítur af manni hausinn ef maður reynir að tala við hann? Ég er ekki að segja að allir með unglingaveikina geri það en allmargir. Svarið er fólgið í að vera til staðar þegar þess er þörf, gefum unglingnum færi á að vera unglingur og taka út sína veiki í friði. Flest okkar urðum fyrir barðinu á unglingaveikinni á einn eða annan hátt, þó við myndum líklega aldrei viðurkenna það. Við vorum mörg hver martröð heimilisins sem tiplaði á tánum í kringum okkur annars var hurðum skellt, tónlistin spiluð það hátt að þakið ætlaði af húsinu og lengi má telja upp atburði sem lýsa mótþróa og skapsveiflum unglingsins. Við erum spendýr og flest ef ekki öll spendýr eru hópverur, þ.e. þau þrífast betur í hóp. Unglingar hafa mesta þörf fyrir að tilheyra hóp, hvort sem það er lið, vinahópur, klíkur eða hvað svo sem telst til hópa í dag. Unglingar spegla sig í hópnum sínum, í samfélaginu og prófa sig áfram. Í hópnum finna þeir fyrir samstöðu, geta rætt um sameiginleg áhugamál, vandamál og hugsanir. Þeir samsvara sér með jafningjum sem skilja hvað þeir eru að ganga í gegnum, því klárlega (að þeirra mati) skilur enginn annar hvað þeir ganga í gegnum. Fái unglingurinn þessa svakalegu veiki þarf hann ekki að vera rúmliggjandi í sóttkví. Hann þarf að finna fyrir því að veikin gengur hjá, að hann geti leitað til einhvers og tæmt tilfinningastífluna. Fái hann að tjá sig í friði án þess að hinn fullorðni einstaklingur setji honum orð í munn eru líkurnar á skapsveiflum ekki álíka háar. Vilji unglingurinn ekki borða þann mat sem á boðstólum er er mjög góð leið að leyfa unglingnum að elda ofan í sig sjálfur eða jafnvel velja hvað á að vera í matinn einhvern daginn í vikunni. Fari hurðar heimilisins í að þeim sé skellt á eftir sér þegar enginn skilur unglinginn er annað hvort hægt að taka þær af hjörunum á meðan veikin gengur yfir, setja pumpu á þær eða einfaldlega láta sem það sé ekki að gerast. Þá er einnig gott að fjarlægja myndir af veggjum svo þær fari ekki af veggjum þegar hurðum er skellt. Ég segi það af persónulegri reynslu. Besta lækningin við unglingaveiki er skilningur foreldra og að tilheyra hóp. Hópur er mikilvægur kæri lesandi. Eflaust tilheyrir þú einhverjum hóp; veri það vinahópur, saumaklúbbur, jeppaklúbbur, mótorhjólaklúbbur eða eitthvað annað. Ekki hamla unglingnum frá því að leita í einhvern hóp því fái hann ekki að tilheyra hóp til að spegla sig í er hætta á að hann fari í lægðarskeið. Lægðarskeiðið er stórhættulegt skeið unglingsáranna. Fari unglingur á lægðarskeiðið á hann í hættu að verða þunglyndur, lenda utangarðs í samfélaginu, vinahópum og skóla. Þar er þó ekki botninum náð, því nái unglingurinn ekki að samsvara sér einhverjum hóp fer hann sínar eigin leiðir og sækist í hóp sem samþykkir hann. Oft á tíðum er sá hópur samsettur af öðrum unglingum sem fá ekki inngöngu í vinsælum hópum. Þessir hópar kallast oft vandræðaunglingar eða jaðarhópar sem margir hverjir fara í að fikta við reykingar, drykkju og jafnvel leiðast út í sterkari vímuefni. Nei kæri lesandi, þar er botninum enn ekki náð. Botninn á lægðarskeiðinu er sjálfsvíg! Margir unglingar fara út í þá hugsun, hvort sem þeir láti verða að því eða ekki. Því segi ég að við verðum að vera vakandi fyrir unglingunum okkar, leyfa þeim að tjá sig, leyfa þeim að finnast þau tilheyra hóp, leiða „vandræðaunglingana“ inn í hóp með öðrum og beina þeim á rétta braut. Kannski væri bara best að bjóða upp á bólusetningu við unglingaveiki! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikið í umræðunni hvort bólusetja eigi börn gegn hinum ýmsum sjúkdómum. Að fylgjast með þeirri umræðu er álíka spennandi og að fylgjast með löngum úrslitaleik í tennis. Enginn virðist ætla að vinna þó hver og einn hafi eitthvað til síns máls. Hvað með hina alvarlegu unglingaveiki? Af hverju er ekki bólusett fyrir þeim skæða sjúkdómi sem herjar á unglinga landsins? Unglingaveikin er ekkert annað en hormóna- og tilfinningaruglingur í unglingum. Barnið er að þroskast og líkaminn og tilfinningarnar að mótast fyrir framtíð einstaklingsins. Eflaust læðast margir foreldrar fram hjá unglingnum á heimilinu í þeirri von um að lenda ekki í skapsveiflukasti hans eða finnast þau vera fyrir unglingnum. Unglingurinn er líkt og góð stífla á þessum tíma, stöðugt rennur tilfinningar sem staðna í unglingnum þar til hleypt er af stíflunni og þær flæða fram. Oftast nær nær unglingurinn ekki tökum á þessum tilfinningum sínum og sveiflast hann úr sorg yfir í reiði og svo yfir í gleði eða í hvaða röð sem er. Þar sem enginn leiðarvísir fylgir unglingum þurfum viði sem eldri erum að aðstoða unglinginn við að takast á við unglingsárin. Þeim finnst heimurinn alls ekki skilja þá, allir eru á móti þeim og skoðunum þeirra og lífið er annaðhvort ömurlegt eða æðislegt, ekkert millibil þar á. En hvernig aðstoðar maður einhvern sem bítur af manni hausinn ef maður reynir að tala við hann? Ég er ekki að segja að allir með unglingaveikina geri það en allmargir. Svarið er fólgið í að vera til staðar þegar þess er þörf, gefum unglingnum færi á að vera unglingur og taka út sína veiki í friði. Flest okkar urðum fyrir barðinu á unglingaveikinni á einn eða annan hátt, þó við myndum líklega aldrei viðurkenna það. Við vorum mörg hver martröð heimilisins sem tiplaði á tánum í kringum okkur annars var hurðum skellt, tónlistin spiluð það hátt að þakið ætlaði af húsinu og lengi má telja upp atburði sem lýsa mótþróa og skapsveiflum unglingsins. Við erum spendýr og flest ef ekki öll spendýr eru hópverur, þ.e. þau þrífast betur í hóp. Unglingar hafa mesta þörf fyrir að tilheyra hóp, hvort sem það er lið, vinahópur, klíkur eða hvað svo sem telst til hópa í dag. Unglingar spegla sig í hópnum sínum, í samfélaginu og prófa sig áfram. Í hópnum finna þeir fyrir samstöðu, geta rætt um sameiginleg áhugamál, vandamál og hugsanir. Þeir samsvara sér með jafningjum sem skilja hvað þeir eru að ganga í gegnum, því klárlega (að þeirra mati) skilur enginn annar hvað þeir ganga í gegnum. Fái unglingurinn þessa svakalegu veiki þarf hann ekki að vera rúmliggjandi í sóttkví. Hann þarf að finna fyrir því að veikin gengur hjá, að hann geti leitað til einhvers og tæmt tilfinningastífluna. Fái hann að tjá sig í friði án þess að hinn fullorðni einstaklingur setji honum orð í munn eru líkurnar á skapsveiflum ekki álíka háar. Vilji unglingurinn ekki borða þann mat sem á boðstólum er er mjög góð leið að leyfa unglingnum að elda ofan í sig sjálfur eða jafnvel velja hvað á að vera í matinn einhvern daginn í vikunni. Fari hurðar heimilisins í að þeim sé skellt á eftir sér þegar enginn skilur unglinginn er annað hvort hægt að taka þær af hjörunum á meðan veikin gengur yfir, setja pumpu á þær eða einfaldlega láta sem það sé ekki að gerast. Þá er einnig gott að fjarlægja myndir af veggjum svo þær fari ekki af veggjum þegar hurðum er skellt. Ég segi það af persónulegri reynslu. Besta lækningin við unglingaveiki er skilningur foreldra og að tilheyra hóp. Hópur er mikilvægur kæri lesandi. Eflaust tilheyrir þú einhverjum hóp; veri það vinahópur, saumaklúbbur, jeppaklúbbur, mótorhjólaklúbbur eða eitthvað annað. Ekki hamla unglingnum frá því að leita í einhvern hóp því fái hann ekki að tilheyra hóp til að spegla sig í er hætta á að hann fari í lægðarskeið. Lægðarskeiðið er stórhættulegt skeið unglingsáranna. Fari unglingur á lægðarskeiðið á hann í hættu að verða þunglyndur, lenda utangarðs í samfélaginu, vinahópum og skóla. Þar er þó ekki botninum náð, því nái unglingurinn ekki að samsvara sér einhverjum hóp fer hann sínar eigin leiðir og sækist í hóp sem samþykkir hann. Oft á tíðum er sá hópur samsettur af öðrum unglingum sem fá ekki inngöngu í vinsælum hópum. Þessir hópar kallast oft vandræðaunglingar eða jaðarhópar sem margir hverjir fara í að fikta við reykingar, drykkju og jafnvel leiðast út í sterkari vímuefni. Nei kæri lesandi, þar er botninum enn ekki náð. Botninn á lægðarskeiðinu er sjálfsvíg! Margir unglingar fara út í þá hugsun, hvort sem þeir láti verða að því eða ekki. Því segi ég að við verðum að vera vakandi fyrir unglingunum okkar, leyfa þeim að tjá sig, leyfa þeim að finnast þau tilheyra hóp, leiða „vandræðaunglingana“ inn í hóp með öðrum og beina þeim á rétta braut. Kannski væri bara best að bjóða upp á bólusetningu við unglingaveiki!
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun