Unglingaveikin eða þegar heimurinn skilur mann ekki Ársæll Hjálmarsson skrifar 25. febrúar 2015 16:24 Það hefur verið mikið í umræðunni hvort bólusetja eigi börn gegn hinum ýmsum sjúkdómum. Að fylgjast með þeirri umræðu er álíka spennandi og að fylgjast með löngum úrslitaleik í tennis. Enginn virðist ætla að vinna þó hver og einn hafi eitthvað til síns máls. Hvað með hina alvarlegu unglingaveiki? Af hverju er ekki bólusett fyrir þeim skæða sjúkdómi sem herjar á unglinga landsins? Unglingaveikin er ekkert annað en hormóna- og tilfinningaruglingur í unglingum. Barnið er að þroskast og líkaminn og tilfinningarnar að mótast fyrir framtíð einstaklingsins. Eflaust læðast margir foreldrar fram hjá unglingnum á heimilinu í þeirri von um að lenda ekki í skapsveiflukasti hans eða finnast þau vera fyrir unglingnum. Unglingurinn er líkt og góð stífla á þessum tíma, stöðugt rennur tilfinningar sem staðna í unglingnum þar til hleypt er af stíflunni og þær flæða fram. Oftast nær nær unglingurinn ekki tökum á þessum tilfinningum sínum og sveiflast hann úr sorg yfir í reiði og svo yfir í gleði eða í hvaða röð sem er. Þar sem enginn leiðarvísir fylgir unglingum þurfum viði sem eldri erum að aðstoða unglinginn við að takast á við unglingsárin. Þeim finnst heimurinn alls ekki skilja þá, allir eru á móti þeim og skoðunum þeirra og lífið er annaðhvort ömurlegt eða æðislegt, ekkert millibil þar á. En hvernig aðstoðar maður einhvern sem bítur af manni hausinn ef maður reynir að tala við hann? Ég er ekki að segja að allir með unglingaveikina geri það en allmargir. Svarið er fólgið í að vera til staðar þegar þess er þörf, gefum unglingnum færi á að vera unglingur og taka út sína veiki í friði. Flest okkar urðum fyrir barðinu á unglingaveikinni á einn eða annan hátt, þó við myndum líklega aldrei viðurkenna það. Við vorum mörg hver martröð heimilisins sem tiplaði á tánum í kringum okkur annars var hurðum skellt, tónlistin spiluð það hátt að þakið ætlaði af húsinu og lengi má telja upp atburði sem lýsa mótþróa og skapsveiflum unglingsins. Við erum spendýr og flest ef ekki öll spendýr eru hópverur, þ.e. þau þrífast betur í hóp. Unglingar hafa mesta þörf fyrir að tilheyra hóp, hvort sem það er lið, vinahópur, klíkur eða hvað svo sem telst til hópa í dag. Unglingar spegla sig í hópnum sínum, í samfélaginu og prófa sig áfram. Í hópnum finna þeir fyrir samstöðu, geta rætt um sameiginleg áhugamál, vandamál og hugsanir. Þeir samsvara sér með jafningjum sem skilja hvað þeir eru að ganga í gegnum, því klárlega (að þeirra mati) skilur enginn annar hvað þeir ganga í gegnum. Fái unglingurinn þessa svakalegu veiki þarf hann ekki að vera rúmliggjandi í sóttkví. Hann þarf að finna fyrir því að veikin gengur hjá, að hann geti leitað til einhvers og tæmt tilfinningastífluna. Fái hann að tjá sig í friði án þess að hinn fullorðni einstaklingur setji honum orð í munn eru líkurnar á skapsveiflum ekki álíka háar. Vilji unglingurinn ekki borða þann mat sem á boðstólum er er mjög góð leið að leyfa unglingnum að elda ofan í sig sjálfur eða jafnvel velja hvað á að vera í matinn einhvern daginn í vikunni. Fari hurðar heimilisins í að þeim sé skellt á eftir sér þegar enginn skilur unglinginn er annað hvort hægt að taka þær af hjörunum á meðan veikin gengur yfir, setja pumpu á þær eða einfaldlega láta sem það sé ekki að gerast. Þá er einnig gott að fjarlægja myndir af veggjum svo þær fari ekki af veggjum þegar hurðum er skellt. Ég segi það af persónulegri reynslu. Besta lækningin við unglingaveiki er skilningur foreldra og að tilheyra hóp. Hópur er mikilvægur kæri lesandi. Eflaust tilheyrir þú einhverjum hóp; veri það vinahópur, saumaklúbbur, jeppaklúbbur, mótorhjólaklúbbur eða eitthvað annað. Ekki hamla unglingnum frá því að leita í einhvern hóp því fái hann ekki að tilheyra hóp til að spegla sig í er hætta á að hann fari í lægðarskeið. Lægðarskeiðið er stórhættulegt skeið unglingsáranna. Fari unglingur á lægðarskeiðið á hann í hættu að verða þunglyndur, lenda utangarðs í samfélaginu, vinahópum og skóla. Þar er þó ekki botninum náð, því nái unglingurinn ekki að samsvara sér einhverjum hóp fer hann sínar eigin leiðir og sækist í hóp sem samþykkir hann. Oft á tíðum er sá hópur samsettur af öðrum unglingum sem fá ekki inngöngu í vinsælum hópum. Þessir hópar kallast oft vandræðaunglingar eða jaðarhópar sem margir hverjir fara í að fikta við reykingar, drykkju og jafnvel leiðast út í sterkari vímuefni. Nei kæri lesandi, þar er botninum enn ekki náð. Botninn á lægðarskeiðinu er sjálfsvíg! Margir unglingar fara út í þá hugsun, hvort sem þeir láti verða að því eða ekki. Því segi ég að við verðum að vera vakandi fyrir unglingunum okkar, leyfa þeim að tjá sig, leyfa þeim að finnast þau tilheyra hóp, leiða „vandræðaunglingana“ inn í hóp með öðrum og beina þeim á rétta braut. Kannski væri bara best að bjóða upp á bólusetningu við unglingaveiki! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikið í umræðunni hvort bólusetja eigi börn gegn hinum ýmsum sjúkdómum. Að fylgjast með þeirri umræðu er álíka spennandi og að fylgjast með löngum úrslitaleik í tennis. Enginn virðist ætla að vinna þó hver og einn hafi eitthvað til síns máls. Hvað með hina alvarlegu unglingaveiki? Af hverju er ekki bólusett fyrir þeim skæða sjúkdómi sem herjar á unglinga landsins? Unglingaveikin er ekkert annað en hormóna- og tilfinningaruglingur í unglingum. Barnið er að þroskast og líkaminn og tilfinningarnar að mótast fyrir framtíð einstaklingsins. Eflaust læðast margir foreldrar fram hjá unglingnum á heimilinu í þeirri von um að lenda ekki í skapsveiflukasti hans eða finnast þau vera fyrir unglingnum. Unglingurinn er líkt og góð stífla á þessum tíma, stöðugt rennur tilfinningar sem staðna í unglingnum þar til hleypt er af stíflunni og þær flæða fram. Oftast nær nær unglingurinn ekki tökum á þessum tilfinningum sínum og sveiflast hann úr sorg yfir í reiði og svo yfir í gleði eða í hvaða röð sem er. Þar sem enginn leiðarvísir fylgir unglingum þurfum viði sem eldri erum að aðstoða unglinginn við að takast á við unglingsárin. Þeim finnst heimurinn alls ekki skilja þá, allir eru á móti þeim og skoðunum þeirra og lífið er annaðhvort ömurlegt eða æðislegt, ekkert millibil þar á. En hvernig aðstoðar maður einhvern sem bítur af manni hausinn ef maður reynir að tala við hann? Ég er ekki að segja að allir með unglingaveikina geri það en allmargir. Svarið er fólgið í að vera til staðar þegar þess er þörf, gefum unglingnum færi á að vera unglingur og taka út sína veiki í friði. Flest okkar urðum fyrir barðinu á unglingaveikinni á einn eða annan hátt, þó við myndum líklega aldrei viðurkenna það. Við vorum mörg hver martröð heimilisins sem tiplaði á tánum í kringum okkur annars var hurðum skellt, tónlistin spiluð það hátt að þakið ætlaði af húsinu og lengi má telja upp atburði sem lýsa mótþróa og skapsveiflum unglingsins. Við erum spendýr og flest ef ekki öll spendýr eru hópverur, þ.e. þau þrífast betur í hóp. Unglingar hafa mesta þörf fyrir að tilheyra hóp, hvort sem það er lið, vinahópur, klíkur eða hvað svo sem telst til hópa í dag. Unglingar spegla sig í hópnum sínum, í samfélaginu og prófa sig áfram. Í hópnum finna þeir fyrir samstöðu, geta rætt um sameiginleg áhugamál, vandamál og hugsanir. Þeir samsvara sér með jafningjum sem skilja hvað þeir eru að ganga í gegnum, því klárlega (að þeirra mati) skilur enginn annar hvað þeir ganga í gegnum. Fái unglingurinn þessa svakalegu veiki þarf hann ekki að vera rúmliggjandi í sóttkví. Hann þarf að finna fyrir því að veikin gengur hjá, að hann geti leitað til einhvers og tæmt tilfinningastífluna. Fái hann að tjá sig í friði án þess að hinn fullorðni einstaklingur setji honum orð í munn eru líkurnar á skapsveiflum ekki álíka háar. Vilji unglingurinn ekki borða þann mat sem á boðstólum er er mjög góð leið að leyfa unglingnum að elda ofan í sig sjálfur eða jafnvel velja hvað á að vera í matinn einhvern daginn í vikunni. Fari hurðar heimilisins í að þeim sé skellt á eftir sér þegar enginn skilur unglinginn er annað hvort hægt að taka þær af hjörunum á meðan veikin gengur yfir, setja pumpu á þær eða einfaldlega láta sem það sé ekki að gerast. Þá er einnig gott að fjarlægja myndir af veggjum svo þær fari ekki af veggjum þegar hurðum er skellt. Ég segi það af persónulegri reynslu. Besta lækningin við unglingaveiki er skilningur foreldra og að tilheyra hóp. Hópur er mikilvægur kæri lesandi. Eflaust tilheyrir þú einhverjum hóp; veri það vinahópur, saumaklúbbur, jeppaklúbbur, mótorhjólaklúbbur eða eitthvað annað. Ekki hamla unglingnum frá því að leita í einhvern hóp því fái hann ekki að tilheyra hóp til að spegla sig í er hætta á að hann fari í lægðarskeið. Lægðarskeiðið er stórhættulegt skeið unglingsáranna. Fari unglingur á lægðarskeiðið á hann í hættu að verða þunglyndur, lenda utangarðs í samfélaginu, vinahópum og skóla. Þar er þó ekki botninum náð, því nái unglingurinn ekki að samsvara sér einhverjum hóp fer hann sínar eigin leiðir og sækist í hóp sem samþykkir hann. Oft á tíðum er sá hópur samsettur af öðrum unglingum sem fá ekki inngöngu í vinsælum hópum. Þessir hópar kallast oft vandræðaunglingar eða jaðarhópar sem margir hverjir fara í að fikta við reykingar, drykkju og jafnvel leiðast út í sterkari vímuefni. Nei kæri lesandi, þar er botninum enn ekki náð. Botninn á lægðarskeiðinu er sjálfsvíg! Margir unglingar fara út í þá hugsun, hvort sem þeir láti verða að því eða ekki. Því segi ég að við verðum að vera vakandi fyrir unglingunum okkar, leyfa þeim að tjá sig, leyfa þeim að finnast þau tilheyra hóp, leiða „vandræðaunglingana“ inn í hóp með öðrum og beina þeim á rétta braut. Kannski væri bara best að bjóða upp á bólusetningu við unglingaveiki!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar