Eimskip fjárfestir í frystigeymslurekstri og flutningsmiðlunarfyrirtæki Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2015 21:11 Vísir/Vilhelm Eimskip hefur gengið frá kaupum á rekstri frystigeymslu St. Anthony Cold Storage Ltd. sem staðsett er í St. Anthony á Nýfundnalandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Meginstarfsemi fyrirtækisins er að sinna afgreiðslu á frystitogurum ásamt geymslu og flutningi á sjávarafurðum. Í tilkynningunni segir að Eimskip hafi verið með reglulegar viðkomur til St. Anthony síðan árið 2005 og með þessum kaupum sé félagið að styrkja enn frekar þjónustu sína og starfsemi í tengslum við sjávarútveginn og uppbyggingu á stóriðnaði á nálægum svæðum. Eimskip réðst í fjárfestinguna ásamt félaginu Harbor Grace Shrimp Company sem er útgerðarfélag á Nýfundnalandi en það er einnig meðeigandi Eimskips í Harbor Grace frystigeymslunni á Nýfundnalandi. Eimskip mun því eftir kaupin eiga tvær frystigeymslur á Nýfundnalandi og styrkir sig því verulega í þjónustu fyrir sjávarútvegsfyrirtækin með geymslur í sitt hvorum landshlutanum, bæði í norðri og suðri. Eimskip hefur einnig fjárfest í flutningsmiðlunarfyrirtækinu Cargocan Agency Ltd. sem er leiðandi flutningsmiðlari á Nýfundnalandi og er staðsett í St. Johns, höfuðborg Nýfundnalands. Félagið var stofnað árið 1992 og hefur verið leiðandi flutningsmiðlunarfyrtæki í útflutningi á fiskafurðum og þurrvöru til og frá Nýfundnalandi. Samhliða kaupunum verða gerðar skipulagsbreytingar á starfsemi Eimskips í Canada. Jeff Simms verður áfram forstöðumaður en undir hann munu tilheyra fjögur svið; flutningasvið, flutningsmiðlun, frystigeymslur og fjármálasvið. Yfir flutningasviðinu verður Jeff Simms og mun hann stýra afgreiðslu og þjónustu við skipin. Fyrrverandi eigandi Cargocan, Jim Heale, verður yfir flutningsmiðluninni, en hann býr yfir mikilli reynslu af flutningsmiðlun bæði hvað varðar frysti- og þurrvöruflutninga. Jim Gibbons stýrir frystigeymslum, en hann hefur verið yfirmaður frystigeymslunnar í St. Anthony frá stofnun hennar árið 2004. Jason White mun stýra fjármálum félagsins í Kanada. Eimskip tilkynnti fyrir nokkrum vikum um breytingar á siglingakerfi félagsins þar sem aukin tíðni ferða á milli Evrópu og Norður Ameríku var kynnt með beinum siglingum á milli heimsálfa án þess að til umhleðslu á Íslandi þurfi að koma. Samhliða þessari auknu þjónustu hafa Eimskip, hafnaryfirvöld í Halifax, Nova Scotia og rekstraraðilar Halterm gámahafnarinnar hafið samstarf til að auka enn frekar flutningaþjónustu milli Kanada og Bandaríkjanna. Áætluð aukning rekstrartekna Eimskips á árgrundvelli vegna þessara fjárfestinga er um 6 milljónir evra og áætlað EBITDA hlutfall 12,5%. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Eimskip hefur gengið frá kaupum á rekstri frystigeymslu St. Anthony Cold Storage Ltd. sem staðsett er í St. Anthony á Nýfundnalandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Meginstarfsemi fyrirtækisins er að sinna afgreiðslu á frystitogurum ásamt geymslu og flutningi á sjávarafurðum. Í tilkynningunni segir að Eimskip hafi verið með reglulegar viðkomur til St. Anthony síðan árið 2005 og með þessum kaupum sé félagið að styrkja enn frekar þjónustu sína og starfsemi í tengslum við sjávarútveginn og uppbyggingu á stóriðnaði á nálægum svæðum. Eimskip réðst í fjárfestinguna ásamt félaginu Harbor Grace Shrimp Company sem er útgerðarfélag á Nýfundnalandi en það er einnig meðeigandi Eimskips í Harbor Grace frystigeymslunni á Nýfundnalandi. Eimskip mun því eftir kaupin eiga tvær frystigeymslur á Nýfundnalandi og styrkir sig því verulega í þjónustu fyrir sjávarútvegsfyrirtækin með geymslur í sitt hvorum landshlutanum, bæði í norðri og suðri. Eimskip hefur einnig fjárfest í flutningsmiðlunarfyrirtækinu Cargocan Agency Ltd. sem er leiðandi flutningsmiðlari á Nýfundnalandi og er staðsett í St. Johns, höfuðborg Nýfundnalands. Félagið var stofnað árið 1992 og hefur verið leiðandi flutningsmiðlunarfyrtæki í útflutningi á fiskafurðum og þurrvöru til og frá Nýfundnalandi. Samhliða kaupunum verða gerðar skipulagsbreytingar á starfsemi Eimskips í Canada. Jeff Simms verður áfram forstöðumaður en undir hann munu tilheyra fjögur svið; flutningasvið, flutningsmiðlun, frystigeymslur og fjármálasvið. Yfir flutningasviðinu verður Jeff Simms og mun hann stýra afgreiðslu og þjónustu við skipin. Fyrrverandi eigandi Cargocan, Jim Heale, verður yfir flutningsmiðluninni, en hann býr yfir mikilli reynslu af flutningsmiðlun bæði hvað varðar frysti- og þurrvöruflutninga. Jim Gibbons stýrir frystigeymslum, en hann hefur verið yfirmaður frystigeymslunnar í St. Anthony frá stofnun hennar árið 2004. Jason White mun stýra fjármálum félagsins í Kanada. Eimskip tilkynnti fyrir nokkrum vikum um breytingar á siglingakerfi félagsins þar sem aukin tíðni ferða á milli Evrópu og Norður Ameríku var kynnt með beinum siglingum á milli heimsálfa án þess að til umhleðslu á Íslandi þurfi að koma. Samhliða þessari auknu þjónustu hafa Eimskip, hafnaryfirvöld í Halifax, Nova Scotia og rekstraraðilar Halterm gámahafnarinnar hafið samstarf til að auka enn frekar flutningaþjónustu milli Kanada og Bandaríkjanna. Áætluð aukning rekstrartekna Eimskips á árgrundvelli vegna þessara fjárfestinga er um 6 milljónir evra og áætlað EBITDA hlutfall 12,5%.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira