Eimskip fjárfestir í frystigeymslurekstri og flutningsmiðlunarfyrirtæki Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2015 21:11 Vísir/Vilhelm Eimskip hefur gengið frá kaupum á rekstri frystigeymslu St. Anthony Cold Storage Ltd. sem staðsett er í St. Anthony á Nýfundnalandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Meginstarfsemi fyrirtækisins er að sinna afgreiðslu á frystitogurum ásamt geymslu og flutningi á sjávarafurðum. Í tilkynningunni segir að Eimskip hafi verið með reglulegar viðkomur til St. Anthony síðan árið 2005 og með þessum kaupum sé félagið að styrkja enn frekar þjónustu sína og starfsemi í tengslum við sjávarútveginn og uppbyggingu á stóriðnaði á nálægum svæðum. Eimskip réðst í fjárfestinguna ásamt félaginu Harbor Grace Shrimp Company sem er útgerðarfélag á Nýfundnalandi en það er einnig meðeigandi Eimskips í Harbor Grace frystigeymslunni á Nýfundnalandi. Eimskip mun því eftir kaupin eiga tvær frystigeymslur á Nýfundnalandi og styrkir sig því verulega í þjónustu fyrir sjávarútvegsfyrirtækin með geymslur í sitt hvorum landshlutanum, bæði í norðri og suðri. Eimskip hefur einnig fjárfest í flutningsmiðlunarfyrirtækinu Cargocan Agency Ltd. sem er leiðandi flutningsmiðlari á Nýfundnalandi og er staðsett í St. Johns, höfuðborg Nýfundnalands. Félagið var stofnað árið 1992 og hefur verið leiðandi flutningsmiðlunarfyrtæki í útflutningi á fiskafurðum og þurrvöru til og frá Nýfundnalandi. Samhliða kaupunum verða gerðar skipulagsbreytingar á starfsemi Eimskips í Canada. Jeff Simms verður áfram forstöðumaður en undir hann munu tilheyra fjögur svið; flutningasvið, flutningsmiðlun, frystigeymslur og fjármálasvið. Yfir flutningasviðinu verður Jeff Simms og mun hann stýra afgreiðslu og þjónustu við skipin. Fyrrverandi eigandi Cargocan, Jim Heale, verður yfir flutningsmiðluninni, en hann býr yfir mikilli reynslu af flutningsmiðlun bæði hvað varðar frysti- og þurrvöruflutninga. Jim Gibbons stýrir frystigeymslum, en hann hefur verið yfirmaður frystigeymslunnar í St. Anthony frá stofnun hennar árið 2004. Jason White mun stýra fjármálum félagsins í Kanada. Eimskip tilkynnti fyrir nokkrum vikum um breytingar á siglingakerfi félagsins þar sem aukin tíðni ferða á milli Evrópu og Norður Ameríku var kynnt með beinum siglingum á milli heimsálfa án þess að til umhleðslu á Íslandi þurfi að koma. Samhliða þessari auknu þjónustu hafa Eimskip, hafnaryfirvöld í Halifax, Nova Scotia og rekstraraðilar Halterm gámahafnarinnar hafið samstarf til að auka enn frekar flutningaþjónustu milli Kanada og Bandaríkjanna. Áætluð aukning rekstrartekna Eimskips á árgrundvelli vegna þessara fjárfestinga er um 6 milljónir evra og áætlað EBITDA hlutfall 12,5%. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Eimskip hefur gengið frá kaupum á rekstri frystigeymslu St. Anthony Cold Storage Ltd. sem staðsett er í St. Anthony á Nýfundnalandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Meginstarfsemi fyrirtækisins er að sinna afgreiðslu á frystitogurum ásamt geymslu og flutningi á sjávarafurðum. Í tilkynningunni segir að Eimskip hafi verið með reglulegar viðkomur til St. Anthony síðan árið 2005 og með þessum kaupum sé félagið að styrkja enn frekar þjónustu sína og starfsemi í tengslum við sjávarútveginn og uppbyggingu á stóriðnaði á nálægum svæðum. Eimskip réðst í fjárfestinguna ásamt félaginu Harbor Grace Shrimp Company sem er útgerðarfélag á Nýfundnalandi en það er einnig meðeigandi Eimskips í Harbor Grace frystigeymslunni á Nýfundnalandi. Eimskip mun því eftir kaupin eiga tvær frystigeymslur á Nýfundnalandi og styrkir sig því verulega í þjónustu fyrir sjávarútvegsfyrirtækin með geymslur í sitt hvorum landshlutanum, bæði í norðri og suðri. Eimskip hefur einnig fjárfest í flutningsmiðlunarfyrirtækinu Cargocan Agency Ltd. sem er leiðandi flutningsmiðlari á Nýfundnalandi og er staðsett í St. Johns, höfuðborg Nýfundnalands. Félagið var stofnað árið 1992 og hefur verið leiðandi flutningsmiðlunarfyrtæki í útflutningi á fiskafurðum og þurrvöru til og frá Nýfundnalandi. Samhliða kaupunum verða gerðar skipulagsbreytingar á starfsemi Eimskips í Canada. Jeff Simms verður áfram forstöðumaður en undir hann munu tilheyra fjögur svið; flutningasvið, flutningsmiðlun, frystigeymslur og fjármálasvið. Yfir flutningasviðinu verður Jeff Simms og mun hann stýra afgreiðslu og þjónustu við skipin. Fyrrverandi eigandi Cargocan, Jim Heale, verður yfir flutningsmiðluninni, en hann býr yfir mikilli reynslu af flutningsmiðlun bæði hvað varðar frysti- og þurrvöruflutninga. Jim Gibbons stýrir frystigeymslum, en hann hefur verið yfirmaður frystigeymslunnar í St. Anthony frá stofnun hennar árið 2004. Jason White mun stýra fjármálum félagsins í Kanada. Eimskip tilkynnti fyrir nokkrum vikum um breytingar á siglingakerfi félagsins þar sem aukin tíðni ferða á milli Evrópu og Norður Ameríku var kynnt með beinum siglingum á milli heimsálfa án þess að til umhleðslu á Íslandi þurfi að koma. Samhliða þessari auknu þjónustu hafa Eimskip, hafnaryfirvöld í Halifax, Nova Scotia og rekstraraðilar Halterm gámahafnarinnar hafið samstarf til að auka enn frekar flutningaþjónustu milli Kanada og Bandaríkjanna. Áætluð aukning rekstrartekna Eimskips á árgrundvelli vegna þessara fjárfestinga er um 6 milljónir evra og áætlað EBITDA hlutfall 12,5%.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira