Eimskip hagnaðist um tvo milljarða króna Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2015 09:13 Eimskip hagnaðist um 13,6 milljónir evra á árinu 2014 eða rúma tvo milljarða króna, sem er aukning um 25,8 prósent frá árinu 2013. Vísir/GVA Eimskip hagnaðist um 13,6 milljónir evra á árinu 2014 eða rúma tvo milljarða króna, sem er aukning um 25,8 prósent frá árinu 2013. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um 4,1 prósent á milli ára og voru 451,6 milljónir evra, eða 67,7 milljarðar króna. Flutningsmagn í áætlunarsiglingum á Norður-Atlantshafi jókst um 7,9 prósent á milli ára, en Gylfi Sigfússon, forstjóri, segir að verulegur vöxtur hafi verið í flutningum til og frá Íslandi og Færeyjum. Þá jókst flutningsmagn í frystiflutningsmiðlun um ellefu prósent á milli ára. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður sem samsvarar 45,7% af hagnaði ársins. Í tilkynningu frá Eimskipum segir Gylfi að fyrirtækið hafi gert breytingar á siglingakerfi sínu á fyrsta ársfjórðungi 2014 og í febrúar 2015 með það að leiðarljósi að auka afkastagetu og áreiðanleika. „Á árinu 2014 var gráu leiðinni bætt við í siglingum á milli Færeyja og Skotlands og breytingar voru gerðar á viðkomum rauðu leiðarinnar sem tengdi strandsiglingar á Íslandi við Evrópu. Í febrúar 2015 voru rauða leiðin og græna leiðin, sem siglir á milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomu í Sortland í Noregi, sameinaðar undir nafni grænu leiðarinnar með þrjú gámaskip í siglingum. Nýja græna leiðin mun sigla óslitið á milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomur í höfnum á Íslandi til að þjóna íslenskum inn- og útflytjendum. Með breytingunni eykst tíðni ferða á milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári. Félagið mun í samstarfi við hafnaryfirvöld í Halifax og Halterm gámahöfnina styrkja þjónustu sína á milli Bandaríkjanna og Kanada.“Mikil uppbyggin Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur Eimskip farið í samstarf, stofnað og fjárfest í ýmsum fyrirtækjum og uppbyggingarverkefnum. „Flutningsmiðlunarfyrirtækið Jac. Meisner í Rotterdam í Hollandi var keypt og nýtt félag um skiparekstur var stofnað í Hamborg í Þýskalandi í samstarfi við König & Cie. Eimskip í Danmörku tók yfir vöruhúsarekstur Damco í Árósum sem gerir Eimskip að stærsta rekstraraðila í vöruhúsaþjónustu í þessari næststærstu höfn Skandinavíu. Eimskip keypti í samstarfi við Harbour Grace Shrimp Company Ltd. rekstur frystigeymslunnar í St. Anthony á Nýfundnalandi, en Eimskip hefur siglt til St. Anthony frá árinu 2005. Eimskip hefur einnig undirritað kaupsamning við eigendur flutningsmiðlunarfyrirtækisins Cargocan í St. John‘s á Nýfundnalandi um kaup á öllu hlutafé félagsins. Heildarfjárfestingin í þessum fyrirtækjum nemur um 6 milljónum evra og er gert ráð fyrir að hún auki rekstrartekjur Eimskips um 16 milljónir evra á ársgrundvelli og er áætlað að EBITDA hlutfall verði á bilinu 8-10 prósent.“ Þá hóf fyrirtækið framkvæmdir við byggingu á tíu þúsund tonna frystigeymslu í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. Félagið hefur einnig fjárfest í uppbyggingarverkefnum á Íslandi með kaupum á þremur lóðum á Grundartanga og tveim hafnarkrönum. „Bygging á Bakkafossi, 875 gámaeininga skipi, hefur ekki gengið samkvæmt áætlun og félagið gerir ráð fyrir frekari töfum á afhendingu sem áætluð hafði verið á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Eimskip metur nú stöðuna í ljósi frekari tafa. Félagið hefur þegar greitt 11,4 milljónir evra vegna fjárfestingarinnar. Greiðslurnar til skipasmíðastöðvarinnar eru tryggðar af fyrsta flokks banka í eigu kínverska ríkisins ef Eimskip ákveður að óska eftir endurgreiðslu þess sem þegar hefur verið greitt.“ Þá leggur stjórn félagsins til að greiddur verði arður til hluthafa á þessu ári sem nemur fimm krónum á hlut. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar nemur 933,2 milljónum króna sem samsvarar 45,7 prósentum af hagnaði ársins 2014. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Eimskip hagnaðist um 13,6 milljónir evra á árinu 2014 eða rúma tvo milljarða króna, sem er aukning um 25,8 prósent frá árinu 2013. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um 4,1 prósent á milli ára og voru 451,6 milljónir evra, eða 67,7 milljarðar króna. Flutningsmagn í áætlunarsiglingum á Norður-Atlantshafi jókst um 7,9 prósent á milli ára, en Gylfi Sigfússon, forstjóri, segir að verulegur vöxtur hafi verið í flutningum til og frá Íslandi og Færeyjum. Þá jókst flutningsmagn í frystiflutningsmiðlun um ellefu prósent á milli ára. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður sem samsvarar 45,7% af hagnaði ársins. Í tilkynningu frá Eimskipum segir Gylfi að fyrirtækið hafi gert breytingar á siglingakerfi sínu á fyrsta ársfjórðungi 2014 og í febrúar 2015 með það að leiðarljósi að auka afkastagetu og áreiðanleika. „Á árinu 2014 var gráu leiðinni bætt við í siglingum á milli Færeyja og Skotlands og breytingar voru gerðar á viðkomum rauðu leiðarinnar sem tengdi strandsiglingar á Íslandi við Evrópu. Í febrúar 2015 voru rauða leiðin og græna leiðin, sem siglir á milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomu í Sortland í Noregi, sameinaðar undir nafni grænu leiðarinnar með þrjú gámaskip í siglingum. Nýja græna leiðin mun sigla óslitið á milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomur í höfnum á Íslandi til að þjóna íslenskum inn- og útflytjendum. Með breytingunni eykst tíðni ferða á milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári. Félagið mun í samstarfi við hafnaryfirvöld í Halifax og Halterm gámahöfnina styrkja þjónustu sína á milli Bandaríkjanna og Kanada.“Mikil uppbyggin Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur Eimskip farið í samstarf, stofnað og fjárfest í ýmsum fyrirtækjum og uppbyggingarverkefnum. „Flutningsmiðlunarfyrirtækið Jac. Meisner í Rotterdam í Hollandi var keypt og nýtt félag um skiparekstur var stofnað í Hamborg í Þýskalandi í samstarfi við König & Cie. Eimskip í Danmörku tók yfir vöruhúsarekstur Damco í Árósum sem gerir Eimskip að stærsta rekstraraðila í vöruhúsaþjónustu í þessari næststærstu höfn Skandinavíu. Eimskip keypti í samstarfi við Harbour Grace Shrimp Company Ltd. rekstur frystigeymslunnar í St. Anthony á Nýfundnalandi, en Eimskip hefur siglt til St. Anthony frá árinu 2005. Eimskip hefur einnig undirritað kaupsamning við eigendur flutningsmiðlunarfyrirtækisins Cargocan í St. John‘s á Nýfundnalandi um kaup á öllu hlutafé félagsins. Heildarfjárfestingin í þessum fyrirtækjum nemur um 6 milljónum evra og er gert ráð fyrir að hún auki rekstrartekjur Eimskips um 16 milljónir evra á ársgrundvelli og er áætlað að EBITDA hlutfall verði á bilinu 8-10 prósent.“ Þá hóf fyrirtækið framkvæmdir við byggingu á tíu þúsund tonna frystigeymslu í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. Félagið hefur einnig fjárfest í uppbyggingarverkefnum á Íslandi með kaupum á þremur lóðum á Grundartanga og tveim hafnarkrönum. „Bygging á Bakkafossi, 875 gámaeininga skipi, hefur ekki gengið samkvæmt áætlun og félagið gerir ráð fyrir frekari töfum á afhendingu sem áætluð hafði verið á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Eimskip metur nú stöðuna í ljósi frekari tafa. Félagið hefur þegar greitt 11,4 milljónir evra vegna fjárfestingarinnar. Greiðslurnar til skipasmíðastöðvarinnar eru tryggðar af fyrsta flokks banka í eigu kínverska ríkisins ef Eimskip ákveður að óska eftir endurgreiðslu þess sem þegar hefur verið greitt.“ Þá leggur stjórn félagsins til að greiddur verði arður til hluthafa á þessu ári sem nemur fimm krónum á hlut. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar nemur 933,2 milljónum króna sem samsvarar 45,7 prósentum af hagnaði ársins 2014.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira