Innlent

Engin virkni sást í gígnum

Atli Ísleifsson skrifar
Vísindamannaráð almannavarna kemur saman til fundar í fyrramálið.
Vísindamannaráð almannavarna kemur saman til fundar í fyrramálið. Vísir/Valli

Vísindamenn frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands flugu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni í þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag. Engin virkni sást í gígnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Þar segir þó jafnframt að of snemmt sé að segja til um hvort gosinu sé lokið.

Vísindamannaráð almannavarna kemur saman til fundar í fyrramálið til að fara yfir gögn og leggja mat á framhaldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.