Viðskipti innlent

Google Chrome er vinsælasti vafri landsins

ingvar haraldsson skrifar
Google Chrome er vinsælasti vafri landsins ef marka má vefmælingar Modernus.
Google Chrome er vinsælasti vafri landsins ef marka má vefmælingar Modernus. vísir/epa
Google Chrome er vinsælasti vafri landsins ef marka má vefmælingar Modernus. Markaðshlutdeild Google Chrome var 44 prósent í árslok 2014.

Þar á eftir var Safari með 23 prósent markaðshlutdeild. Internet Explorer var í þriðja sæti með 15 prósent af markaðnum. Í fjórða sæti var Firefox með 11 prósent markaðshlutdeild. Hlutdeild annarra vafra var 4 prósent eða lægri.

Netnotkun landsmanna eftir vöfrum er mæld hjá Modernus eftir flettingum á síður sem Modernus mælir en undir mælingarnar falla vinsælustu íslensku vefsíðurnar.

Google Chrome er lang vinsælasti vafri landsins samkvæmt mælingum Modernus.mynd/modernus





Fleiri fréttir

Sjá meira


×