Viðskipti innlent

Á fjórða hundrað sóttu um eina stöðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta.
Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta.
Á fjórða hundrað manns sóttu um starf sem H:N Markaðssamskipti auglýstu síðastliðna helgi. Þar var auglýst eftir starfsmanni til að svara í síma, sjá um daglegan rekstur húsnæðis og halda utan um innkaup, auk ýmissa tilfallandi verkefna.

 

„Við vitum að störf í auglýsingageiranum eru umsetin en þessi áhugi kom bjartsýnustu mönnum hér innanhúss verulega á óvart,“ segir Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta í tilkynningu.

 

H:N Markaðssamskipti auglýsti sex lausar stöður fyrir um hálfu ári og var áhuginn þá mikill.

„Þá var fjöldi umsókna svipaður og nú en mun fleiri stöður í boði,“ segir Ingvi Jökull.

„Það kemur okkur líka á óvart hversu fjölbreyttur hópur sótti um. Umsækjendur voru af báðum kynjum og margir hverjir með mjög góða menntun.“

 

H:N Markaðssamskipti er ein elsta auglýsingastofa landsins en hún fagnar 25 ára afmæli sínu í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×