Viðskipti innlent

Flest olíufélögin hækkuðu í gær

Vísir/GVA
Flest olíufélögin fylgdu í fótspor Olís í gærkvöldi og hækkuðu verð á bensínlítranum um fjórar krónur þannig að verðið losar nú 200 krónur og hefur hækkað um níu krónur á nokkrum dögum.

Sömuleiðis hefur dísilolían hækkað og kostar nú álíka og bensín. Eins og við greindum frá í gær er óvænt hækkun á heimsmarkaði að valda þessu en fyrir nýjustu hækkun þar, hafði bensínverð lækkað um rúmar 50 krónur á lítrann hér á landi frá því að verðið fór hæst í júní í fyrra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×