Viðskipti innlent

90 milljónir fengust upp í veðkröfur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétursey starfaði í Vestmannaeyjum.
Pétursey starfaði í Vestmannaeyjum. vísir/pjetur
Rúmar 90 milljónir króna fengust greiddar upp í veðkröfur í bú fiskvinnslunnar Péturseyjar. Búið var tekið til skipta þann 13. nóvember og í Lögbirtingablaðinu kemur fram að skiptum var lokið 5. febrúar síðastliðinn.

Uppí veðkröfur fengust greiddar 90 milljónir króna við útlagningu eigna en ekkert fékkst greitt uppí aðrar kröfur. Lýstar veðkröfur voru 436 milljónir króna, forgangskröfur 10 milljónir og almennar kröfur 221 milljón króna en ekkert fékkst greitt uppí forgangskröfur og almennar kröfur. Ekki var tekin afstaða til almennra krafna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×