Ökumenn í Flórída finna leið framhjá athugunum lögreglunnar á ölvunarakstri Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. febrúar 2015 12:11 Redlich komst í gegn. Ökumenn í Flórída nýta sér nú leið í lögunum fylkisins til þess að komast hjá vegatálmum settum upp af lögreglu til þess að kanna hvort einhverjir séu að keyra undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Í umfjöllun Washington Post um málið er vísað á myndband sem tekið var upp á nýársnótt, þegar maður setti öll skilríkin sín í plastvasa og var með blað sem á stóð að hann heimilaði ekki að lögreglan leitaði í bílnum og sagðist vilja fá lögfræðing sinn til sín ef lögreglan vildi ræða málin. Eins og sjá má í myndbandinu virka lögreglumennirnir hissa og leyfa honum svo að fara í gegn án þess að ræða við hann. Maðurinn í myndbandinu heitir Warren Redlich. Myndbandið hefur fengið mikla athygli á netinu, yfir tvær milljónir manns hafa horft á það. Redlich segir að í lögum Flórída-fylkis standi að fólk þurfi ekki að rétta lögreglumönnum skilríki sín á svona vegatálmum, nóg sé að hafa þau til taks fyrir utan bílinn. Redlich segir að margir saklausir séu teknir fyrir ölvunarakstur og hvetur fólk til þess að rúlla ekki rúðunni sinni niður, því þá geti lögreglan lagt huglægt mat á talanda fólks og hvort hana gruni að fólk sé undir áhrifum. Hann bendir einnig á að ef lögreglumenn vilji sekta mann fyrir eitthvað þurfi maður ekki að opna gluggann fyrir þeim, því ökumenn þurfi ekki að skrifa undir sektir, nema í algjörum undantekningatilvikum. Því geti fólk bent lögreglunni að setja sektir undir rúðuþurrku sína. Ekki eru allir sammála þessari túlkun Redlich á lögunum. Wasington Post ræddi meðal annars við yfirmann lögreglu tveimur sýslum í Flórída. Sá sagði að menn sem gerðu svipað og Redlich ættu ekki að komast í gegnum svona vegatálma án þess að ræða við lögreglu; lögreglumenn hefðu rétt á því að ræða við fólk. Tæplega 41 þúsund voru handtekni fyrir að aka undir áhrifum og voru 26 þúsund dæmdir. Hér að neðan má svo sjá þegar Redlich komst í gegnum annan vegatálma í Miami, síðasta sumar. Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Ökumenn í Flórída nýta sér nú leið í lögunum fylkisins til þess að komast hjá vegatálmum settum upp af lögreglu til þess að kanna hvort einhverjir séu að keyra undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Í umfjöllun Washington Post um málið er vísað á myndband sem tekið var upp á nýársnótt, þegar maður setti öll skilríkin sín í plastvasa og var með blað sem á stóð að hann heimilaði ekki að lögreglan leitaði í bílnum og sagðist vilja fá lögfræðing sinn til sín ef lögreglan vildi ræða málin. Eins og sjá má í myndbandinu virka lögreglumennirnir hissa og leyfa honum svo að fara í gegn án þess að ræða við hann. Maðurinn í myndbandinu heitir Warren Redlich. Myndbandið hefur fengið mikla athygli á netinu, yfir tvær milljónir manns hafa horft á það. Redlich segir að í lögum Flórída-fylkis standi að fólk þurfi ekki að rétta lögreglumönnum skilríki sín á svona vegatálmum, nóg sé að hafa þau til taks fyrir utan bílinn. Redlich segir að margir saklausir séu teknir fyrir ölvunarakstur og hvetur fólk til þess að rúlla ekki rúðunni sinni niður, því þá geti lögreglan lagt huglægt mat á talanda fólks og hvort hana gruni að fólk sé undir áhrifum. Hann bendir einnig á að ef lögreglumenn vilji sekta mann fyrir eitthvað þurfi maður ekki að opna gluggann fyrir þeim, því ökumenn þurfi ekki að skrifa undir sektir, nema í algjörum undantekningatilvikum. Því geti fólk bent lögreglunni að setja sektir undir rúðuþurrku sína. Ekki eru allir sammála þessari túlkun Redlich á lögunum. Wasington Post ræddi meðal annars við yfirmann lögreglu tveimur sýslum í Flórída. Sá sagði að menn sem gerðu svipað og Redlich ættu ekki að komast í gegnum svona vegatálma án þess að ræða við lögreglu; lögreglumenn hefðu rétt á því að ræða við fólk. Tæplega 41 þúsund voru handtekni fyrir að aka undir áhrifum og voru 26 þúsund dæmdir. Hér að neðan má svo sjá þegar Redlich komst í gegnum annan vegatálma í Miami, síðasta sumar.
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist