Viðskipti innlent

Bein útsending: Lærðu að verða leiðtogi af Lars Lagerbäck

Tinni Sveinsson skrifar
Lars Lagerbäck, Helga Valfells og Bjarni Benediktsson koma fram á fundinum.
Lars Lagerbäck, Helga Valfells og Bjarni Benediktsson koma fram á fundinum. Vísir
Félag atvinnurekenda heldur aðalfund sinn á Nauthóli við Nauthólsvík í dag. Fundurinn hefst klukkan 14 og er hægt að fylgjast með beinni útsendingu af honum hér fyrir neðan.

Í tengslum við aðalfundinn verður haldinn opinn fundur undir yfirskriftinni „Leiðtoginn í atvinnulífinu“.

Frummælendur eru Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Íslands, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Fundarstjóri er Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Icepharma.

Dagskráin er svohljóðandi:

14.00: Bjarni Benediktsson flytur ávarp.

14.20: Lars Lagerbäck flytur erindið How I Build A Team.

14.50: Helga Valvells flytur erindið Frumkvöðlar í forystu.

15.10: Ólafur Stephensen flytur erindið Sjónarmið og sigrar Falda aflsins.

Að opna fundinum loknum hefjast hefðbundin aðalfundarstörf klukkan 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×