Viðskipti innlent

Tæknifyrirtæki sameina krafta sína

ingvar haraldsson skrifar
Hið nýja fyrirtæki mun meðal annars hafa starfsemi í húsi sjávarklasans.
Hið nýja fyrirtæki mun meðal annars hafa starfsemi í húsi sjávarklasans. vísir/gva
Tæknifyrirtækin Skaginn og Þorgeir & Ellert á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði  hafa stofnað nýtt fyrirtæki sem taka mun sjá um markaðs-, sölu- og þjónustustarf félaganna hérlendis og erlendis.  Búist er við að fyrirtækið muni taka til starfa á næstu vikum og þar starfi um 20 starfsmenn. Starfsemi hins nýja félags verður á Akranes, Ísafirði og í húsi Sjávarklasans í Reykjavík.

Fyrirtækin sinna á tækni- og vinnslulausnum fyrir matvælaiðnaðinn. Meðal verkefna fyrirtækjanna er kælibúnaður í Málmey SK og tæknibúnaður í nýjan togara HB Granda.

Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri segir í tilkynningu að með stofnun nýs sölu- og þjónustufélags sé verið að bregðast við sívaxandi spurn eftir  framleiðsluvörum  fyrirtækjanna og nýta tækifæri til vaxtar. „Með stofnun þessa nýja fyrirtækis tryggjum við samhæfingu markaðs- og sölustarfs félaganna. Þá verða á einum stað kynntar allar framleiðsluvörur fyrirtækjanna auk þess sem þjónusta eflist samfara auknum vexti.  Þannig viljum við tryggja að þjónustan verði efld í hlutfalli við vöxt félaganna,“ segir Ingólfur.

Albert Högnason þróunarstjóri telur að náið samstarf fyrirtækjanna hafi leyst úr læðingi aukið og frjórra þróunar- og framleiðslusamstarf. „Það bíða okkar mikil tækifæri ef rétt er á spöðunum haldið.  Efasemdir, sem upp komu við aukið samstarf 3X Technology og Skagans, hafa horfið í kjölfar mikils vaxtar.  Sem dæmi má nefna að á síðasta ári fór sala 3X Technology á tækjabúnaði í fyrsta skipti yfir einn milljarð króna. Fyrirtækin hafa því bæði styrkt stöðu sína og við ætlum að þyngja sóknina ,“ segir Albert í tilkynningu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×