Segir mýta að launhækkanir séu eini verðbólguvaldurinn ingvar haraldsson skrifar 12. febrúar 2015 13:22 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir launahækkanir ofmetin þátt í verðbólgu. „Við krefjumst þess að komið verði fram við okkur með sömu virðingu og aðra,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR um komandi kjarasamninga og launahækkanir meðal opinbera starfsmanna að undanförnu. VR mun leggja fram launalið kröfugerðar sinnar á morgun. Þar verður lögð áhersla á leiðréttingu á launum félagsmanna segir Ólafía í grein sem birtist á heimasíðu VR. Í samtali við Vísi segir Ólafía að það séu góðar forsendur til launhækkana. Hún segir ósanngjarnt þegar fulltrúar fyrirtækja segja að launahækkanir leiði sjálfkrafa til verðbólgu. „Það er þessi mýta í gangi um að það séu bara launahækkanir sem kalla á verðbólgu,“ segir Ólafía. „Menn hafa verið að nýta sér það í rekstri að ef laun hækka um 5 eða 10 prósent þá hækki þeir verð um 5 eða 10 prósent. Það er einfaldlega rangt því hlutfall launakostnaðar hjá fyrirtækjum er mjög mismunandi þannig það getur aldrei verið ein króna á móti einni krónu. Menn verða líka að átta sig á því að betri og hærri laun skila sér í aukinni neyslu sem eykur hagvöxt,“ segir Ólafía og bendir á grein sem Viðar Ingason, hagfræðingur VR, birti í dag.Gengi krónunnar og olíuverð meiri verðbólguvaldar Viðar bendir á í greininni að breytingar á olíuverði og gengi krónunnar valdi fremur verðbólgu en launahækkanir. „Mörg dæmi eru um að það dragi úr innlendri verðbólgu í kjölfar kjarasamningsbundinna launahækkana. Ástæðan virðist alltaf vera gengisstyrking mánuðina fyrir eða eftir hækkanirnar,“ segir Viðar.Lóðrétta brotalínan táknar þann mánuð sem kjarasamningar voru gerðir. Viðar bendir á að verðhjöðnun hafi verið eftir kjarasamninga árið 2006.mynd/vrViðar telur að miðað við þá kjarasamninga sem gerðir hafa verið á þessari öld séu laun stórlega ofmetinn þáttur í verðbólgu. „Í átta af 16 kjarasamningum á tímabilinu 2000 - 2014 var innlend verðbólga neikvæð eða innan við 1 prósent næstu 12 mánuði. Tvær kjarasamningsbundnar hækkanir komu til árið 2006, 2,5 prósent í janúar og allt að 3 prósent í júlí. Næstu 12 mánuði mældist innlend verðbólga -3,3 prósent, launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 8,3 prósent og gengið styrktist um 14,8 prósent,“ segir Viðar. „Svo kann að vera að hingað til hafi kjarasamningsbundnar hækkanir verið hóflegar þó laun hafi almennt hækkað nokkuð meira en samið var um. Það breytir því þó ekki að laun hafa ekki þau áhrif á verðlag sem almennt er haldið fram. Ef svo væri ætti innlend verðbólga að vera töluvert hærri en hún er í dag á sama tíma og launavísitala Hagstofunnar hefur hækkað um 6,6 prósent,“ segir í grein Viðars. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Við krefjumst þess að komið verði fram við okkur með sömu virðingu og aðra,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR um komandi kjarasamninga og launahækkanir meðal opinbera starfsmanna að undanförnu. VR mun leggja fram launalið kröfugerðar sinnar á morgun. Þar verður lögð áhersla á leiðréttingu á launum félagsmanna segir Ólafía í grein sem birtist á heimasíðu VR. Í samtali við Vísi segir Ólafía að það séu góðar forsendur til launhækkana. Hún segir ósanngjarnt þegar fulltrúar fyrirtækja segja að launahækkanir leiði sjálfkrafa til verðbólgu. „Það er þessi mýta í gangi um að það séu bara launahækkanir sem kalla á verðbólgu,“ segir Ólafía. „Menn hafa verið að nýta sér það í rekstri að ef laun hækka um 5 eða 10 prósent þá hækki þeir verð um 5 eða 10 prósent. Það er einfaldlega rangt því hlutfall launakostnaðar hjá fyrirtækjum er mjög mismunandi þannig það getur aldrei verið ein króna á móti einni krónu. Menn verða líka að átta sig á því að betri og hærri laun skila sér í aukinni neyslu sem eykur hagvöxt,“ segir Ólafía og bendir á grein sem Viðar Ingason, hagfræðingur VR, birti í dag.Gengi krónunnar og olíuverð meiri verðbólguvaldar Viðar bendir á í greininni að breytingar á olíuverði og gengi krónunnar valdi fremur verðbólgu en launahækkanir. „Mörg dæmi eru um að það dragi úr innlendri verðbólgu í kjölfar kjarasamningsbundinna launahækkana. Ástæðan virðist alltaf vera gengisstyrking mánuðina fyrir eða eftir hækkanirnar,“ segir Viðar.Lóðrétta brotalínan táknar þann mánuð sem kjarasamningar voru gerðir. Viðar bendir á að verðhjöðnun hafi verið eftir kjarasamninga árið 2006.mynd/vrViðar telur að miðað við þá kjarasamninga sem gerðir hafa verið á þessari öld séu laun stórlega ofmetinn þáttur í verðbólgu. „Í átta af 16 kjarasamningum á tímabilinu 2000 - 2014 var innlend verðbólga neikvæð eða innan við 1 prósent næstu 12 mánuði. Tvær kjarasamningsbundnar hækkanir komu til árið 2006, 2,5 prósent í janúar og allt að 3 prósent í júlí. Næstu 12 mánuði mældist innlend verðbólga -3,3 prósent, launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 8,3 prósent og gengið styrktist um 14,8 prósent,“ segir Viðar. „Svo kann að vera að hingað til hafi kjarasamningsbundnar hækkanir verið hóflegar þó laun hafi almennt hækkað nokkuð meira en samið var um. Það breytir því þó ekki að laun hafa ekki þau áhrif á verðlag sem almennt er haldið fram. Ef svo væri ætti innlend verðbólga að vera töluvert hærri en hún er í dag á sama tíma og launavísitala Hagstofunnar hefur hækkað um 6,6 prósent,“ segir í grein Viðars.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira