Arctic Trucks selur Kínversku Pólarstofnuninni bíla Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2015 17:40 Arctic Trucks mun smíða bílana á grunni Toyota Hilux. Mynd/Arctic Trucks Arctic Trucks hefur gengið frá samningi við Kínversku Pólarstofnunina (PRIC – Polar Research Institude of China) um smíði á tveimur sérútbúnum og mikið breyttum bílum sem stofnunin mun nota til ýmissa verkefna er tengjast starfsemi þeirra á Suðurskautslandinu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arctic Trucks smíði bílana á grunni Toyota Hilux. „Breytingin felur í sér að skipt er um grind í bílunum og sett í ný grind sem Arctic Trucks hefur hannað og smíðað. Þá eru gerðar miklar breytingar á drifbúnaði og yfirbyggingu auk þess sem í bílunum eru fjölmargar sérhæfðar lausnir, þar með talið 6 hjóla drif fyrir 44 tommu dekk. Burður bílsins er þrefaldaður og olíutankar taka 650 lítra, en bílunum er breytt til að aka á flugvélaeldsneyti. Innifalið í samningnum er einnig þjálfun á íslenskum jöklum fyrir starfsmenn stofnunarinnar, en sú þjálfun mun fara fram næsta sumar. Arctic Trucks hefur í vaxandi mæli lagt áherslu á alþjóðlega þjálfun í fjallamennsku og hefur komið að þjálfun fyrir lögreglu, hermenn nokkurra landa og fjölmargar pólarstofnanir. Kínverska Pólarstofnunin hefur byggt upp vísindastöð á „Dome A“ sem liggur hærra en nokkur önnur pólarstöð á Suðurskautslandinu. Vegna hæðarinnar og mikils kulda er starfsemin þar mikil áskorun bæði fyrir tæki og menn og munu bílar Arctic Trucks hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Arctic Tucks hefur nú þegar breytt 22 bílum til notkunar á Suðurskautslandinu sem eru í notkun hjá mörgum af stærstu pólarstofnunum heims. Hafa þeir samanlagt ekið yfir 220 þúsund kílómetra uppi á hásléttunni. Bílar Arctic Trucks og starfsmenn hafa brotið blað í ferðalögum á þessum svæðum, ferðast lengra, hraðar og margfalt hagkvæmar en áður hefur þekkst. Fjölmörg heimsmet hafa verið sett í leiðöngrum félagsins, bæði varðandi hraða og vegalengd. Frá árinu 2008 hefur Arctic Trucks sent menn til Suðurskautslandsins, ýmist vegna þátttöku í leiðöngrum eða til að sinna viðhaldi þeirra bíla sem þar eru staðsettir. Á þessu ári hafa sex starfsmenn Arctic Trucks verið við vinnu á Suðurskautslandinu, þar af tóku tveir menn á tveimur 6x6 bílum þátt í að styðja Massey Ferguson dráttarvél í leiðangri á Suðurpólinn. Þá tóku tveir starfsmenn og bílar þátt í vísindaleiðangri fyrir brasilísku pólarstofnunina. Þess má geta að sérsmíðaður sexhjóla bíll frá Arctic Trucks verður til sýnis á Jeppasýningu Toyota sem haldin verður í Kauptúni í Garðabæ næstkomandi laugardag.“ Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Arctic Trucks hefur gengið frá samningi við Kínversku Pólarstofnunina (PRIC – Polar Research Institude of China) um smíði á tveimur sérútbúnum og mikið breyttum bílum sem stofnunin mun nota til ýmissa verkefna er tengjast starfsemi þeirra á Suðurskautslandinu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arctic Trucks smíði bílana á grunni Toyota Hilux. „Breytingin felur í sér að skipt er um grind í bílunum og sett í ný grind sem Arctic Trucks hefur hannað og smíðað. Þá eru gerðar miklar breytingar á drifbúnaði og yfirbyggingu auk þess sem í bílunum eru fjölmargar sérhæfðar lausnir, þar með talið 6 hjóla drif fyrir 44 tommu dekk. Burður bílsins er þrefaldaður og olíutankar taka 650 lítra, en bílunum er breytt til að aka á flugvélaeldsneyti. Innifalið í samningnum er einnig þjálfun á íslenskum jöklum fyrir starfsmenn stofnunarinnar, en sú þjálfun mun fara fram næsta sumar. Arctic Trucks hefur í vaxandi mæli lagt áherslu á alþjóðlega þjálfun í fjallamennsku og hefur komið að þjálfun fyrir lögreglu, hermenn nokkurra landa og fjölmargar pólarstofnanir. Kínverska Pólarstofnunin hefur byggt upp vísindastöð á „Dome A“ sem liggur hærra en nokkur önnur pólarstöð á Suðurskautslandinu. Vegna hæðarinnar og mikils kulda er starfsemin þar mikil áskorun bæði fyrir tæki og menn og munu bílar Arctic Trucks hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Arctic Tucks hefur nú þegar breytt 22 bílum til notkunar á Suðurskautslandinu sem eru í notkun hjá mörgum af stærstu pólarstofnunum heims. Hafa þeir samanlagt ekið yfir 220 þúsund kílómetra uppi á hásléttunni. Bílar Arctic Trucks og starfsmenn hafa brotið blað í ferðalögum á þessum svæðum, ferðast lengra, hraðar og margfalt hagkvæmar en áður hefur þekkst. Fjölmörg heimsmet hafa verið sett í leiðöngrum félagsins, bæði varðandi hraða og vegalengd. Frá árinu 2008 hefur Arctic Trucks sent menn til Suðurskautslandsins, ýmist vegna þátttöku í leiðöngrum eða til að sinna viðhaldi þeirra bíla sem þar eru staðsettir. Á þessu ári hafa sex starfsmenn Arctic Trucks verið við vinnu á Suðurskautslandinu, þar af tóku tveir menn á tveimur 6x6 bílum þátt í að styðja Massey Ferguson dráttarvél í leiðangri á Suðurpólinn. Þá tóku tveir starfsmenn og bílar þátt í vísindaleiðangri fyrir brasilísku pólarstofnunina. Þess má geta að sérsmíðaður sexhjóla bíll frá Arctic Trucks verður til sýnis á Jeppasýningu Toyota sem haldin verður í Kauptúni í Garðabæ næstkomandi laugardag.“
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira