Viðskipti innlent

Fjölgun gististaða meðal framúrskarandi fyrirtækja

Samúel Karl Ólason skrifar
Á milli ára fjölgar um tíu fyrirtæki úr geiranum veitinga- og gististaðir.
Á milli ára fjölgar um tíu fyrirtæki úr geiranum veitinga- og gististaðir. Vísir/GVA
Veitinga- og gististöðum fjölgar á lista Creditinfo yfir framúrskararandi fyrirtæki. Á milli ára fjölgar um tíu fyrirtæki úr geiranum. Léttasti bransinn, sá með minnstu vanskil, er flokkurinn „Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Creditinfo.

Þetta er í fimmta sinn sem Creditinfo gefur út lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Þau fyrirtæki sem teljast framúrskarandi uppfylla ákveðin skilyrði í rekstri, hafa skilað rekstrarhagnaði þrjú ár í röð, eignir eru metnar á að minnsta kosti 80 milljónir króna og eiginhlutfall er 20% eða hærra.

Alls eru 577 fyrirtæki á listanum sem er um 1,7 prósent af þeim 34 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru á Íslandi. Fyrst þegar listinn var birtur fyrir fimm árum komust 178 fyrirtæki á hann.

Athygli vekur að engar bílaleigur eru á listanum núna né í fyrra. Þá er ekki mikil fjölgun í flokknum „aðrir farþegaflutningar á landi“. Undir þann flokk eru hópferðabifreiðar.

Samkvæmt tilkynningunni frá Creditinfo eru mest vanskil í byggingageiranum eða flokknum „Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×