Viðskipti innlent

Seðlabankinn hefur fengið 5 þúsund beiðnir um undanþágur

ingvar haraldsson skrifar
Seðlabankinn hefur hafnað ríflega 500 umsóknum um undanþágu frá gjaldeyrishöftum frá árinu 2009.
Seðlabankinn hefur hafnað ríflega 500 umsóknum um undanþágu frá gjaldeyrishöftum frá árinu 2009. vísir/arnþór
Seðlabanki Íslands hefur fengið ríflega 5 þúsund beiðnir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum frá árinu 2009. Þar af hefur Seðlabankinn samþykkt um 3 þúsund undanþágur að öllu leyti og 137 undanþágur að hluta.

Þá hefur 568 beiðnum verið hafnað. Afgangurinn hefur verið afgreiddur með öðrum hætti, til að mynda verið dreginn til baka eða lokið með þeim leiðbeiningum að umsóknin væri ekki undanþáguskyld.

Seðlabankanum hefur borist um 800 til 1000 umsóknir um undanþágur á ári frá árinu 2010. Nú vinna 8 lögfræðingar við undanþágudeild gjaldeyriseftirlits Seðlabankans en meðaltími afgreiðslu umsókna er um 8 vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×