Hækka verð til að mæta auknum kostnaði: Stakur strætómiði mun kosta 400 krónur Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2015 17:29 Nemakortin verða nú í boði fyrir þrjá aldursflokka og gilda í eitt ár frá útgáfu en hingað til hefur aðeins einn flokkur verið í boði. vísir/GVA Ný gjaldskrá mun taka gildi fyrir þjónustu strætisvagna Strætó þann 1. mars og tekur hún við af gjaldskrá sem verið hefur í gildi frá 1. desember 2012 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Í tilkynningunni segir að verð muni hækka til að mæta auknum kostnaði m.a. vegna aukinnar þjónustu sem hófst um áramótin. Samhliða því verði tekin upp ný nemakort fyrir 6 til 11 ára og 12 til 17 ára sem miða að því að auka þægindi og lækka kostnað barnafjölskyldna við að nýta þjónustu Strætó. Nemakortin verða nú í boði fyrir þrjá aldursflokka og gilda í eitt ár frá útgáfu en hingað til hefur aðeins einn flokkur verið í boði. Aldursflokkurinn 18 ára og eldri mun kosta 46.700 kr., 12-17 ára 19.900 kr. og 6-11 ára 7.900 kr. Þetta þýðir að hver strætóferð fyrir barn á aldrinum 6 til 11 ára sem fer 16 ferðir á mánuði mun kosta 41 krónu og 104 krónur fyrir aldurshópinn 12 til 17 ára. „Nýju nemakortin munu því koma barnafjölskyldum vel fjárhagslega auk þess sem aukin þægindi felast í því að geta keypt kort til eins árs í stað afsláttarfarmiða með takmörkuðum fjölda ferða. Kortin munu veita aðgang að strætisvögnum Strætó á gjaldssvæði 1 og er hægt að kaupa þau á heimasíðu Strætó og fá þau send heim,“ segir í tilkynningunni. Ný gjaldskrá mun taka gildi þann 1. mars og munu tímabilskort, farmiðar og stök fargjöld þá hækka í verði. Stakt fargjald mun hækka úr 350 krónum í 400 krónur eða um 14% en fargjöld fyrir aldraða og öryrkja hækka um 4%. Ný gjaldskrá var samþykkt af stjórn Strætó á fundi hennar í dag. Gjaldskráin hefur verið óbreytt síðan í desember 2012 og eru breytingarnar nú í samræmi við fjárhagsáætlun Strætó fyrir árið 2015. „Verðhækkunum er ætlað að mæta almennri aukningu kostnaðar sem orðið hefur síðan 2012 og vegna aukinnar þjónustu sem kynnt var um áramótin. Breytingarnar taka til þjónustu strætisvagna Strætó en ekki akstursþjónustu fyrir fatlað fólk en þar verða engar breytingar á gjaldskrá.“ Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Ný gjaldskrá mun taka gildi fyrir þjónustu strætisvagna Strætó þann 1. mars og tekur hún við af gjaldskrá sem verið hefur í gildi frá 1. desember 2012 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Í tilkynningunni segir að verð muni hækka til að mæta auknum kostnaði m.a. vegna aukinnar þjónustu sem hófst um áramótin. Samhliða því verði tekin upp ný nemakort fyrir 6 til 11 ára og 12 til 17 ára sem miða að því að auka þægindi og lækka kostnað barnafjölskyldna við að nýta þjónustu Strætó. Nemakortin verða nú í boði fyrir þrjá aldursflokka og gilda í eitt ár frá útgáfu en hingað til hefur aðeins einn flokkur verið í boði. Aldursflokkurinn 18 ára og eldri mun kosta 46.700 kr., 12-17 ára 19.900 kr. og 6-11 ára 7.900 kr. Þetta þýðir að hver strætóferð fyrir barn á aldrinum 6 til 11 ára sem fer 16 ferðir á mánuði mun kosta 41 krónu og 104 krónur fyrir aldurshópinn 12 til 17 ára. „Nýju nemakortin munu því koma barnafjölskyldum vel fjárhagslega auk þess sem aukin þægindi felast í því að geta keypt kort til eins árs í stað afsláttarfarmiða með takmörkuðum fjölda ferða. Kortin munu veita aðgang að strætisvögnum Strætó á gjaldssvæði 1 og er hægt að kaupa þau á heimasíðu Strætó og fá þau send heim,“ segir í tilkynningunni. Ný gjaldskrá mun taka gildi þann 1. mars og munu tímabilskort, farmiðar og stök fargjöld þá hækka í verði. Stakt fargjald mun hækka úr 350 krónum í 400 krónur eða um 14% en fargjöld fyrir aldraða og öryrkja hækka um 4%. Ný gjaldskrá var samþykkt af stjórn Strætó á fundi hennar í dag. Gjaldskráin hefur verið óbreytt síðan í desember 2012 og eru breytingarnar nú í samræmi við fjárhagsáætlun Strætó fyrir árið 2015. „Verðhækkunum er ætlað að mæta almennri aukningu kostnaðar sem orðið hefur síðan 2012 og vegna aukinnar þjónustu sem kynnt var um áramótin. Breytingarnar taka til þjónustu strætisvagna Strætó en ekki akstursþjónustu fyrir fatlað fólk en þar verða engar breytingar á gjaldskrá.“
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira