Viðskipti innlent

Vilja opna á umræðuna um heilsumál

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá opnun síðunnar í dag.
Frá opnun síðunnar í dag. Mynd: Árni Sæberg
Hópur fólks innan heilsugeirans opnaði nýja heimasíðu í dag. Síðan ber heitið heilsumál.is en markmið hennar er að opna á umræðuna um heilsumál og miðla fjölbreyttum upplýsingum og pistlum um andlega- og líkamlega heilsu til sem flestra á eins aðgengilegan máta og hægt er.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum síðunnar. Bent Marinósson, framkvæmdastjóri síðunnar, var ánægður með opnunina og vel unnið verk: „Þetta hefur gengið vonum framar, við erum gífurlega sterkur hópur og hlökkum til að halda umræðunni um heilsumál hátt á lofti og hvetjum fólk til að hafa samband við okkur og tengjast síðunni með einum eða öðrum hætti.“

Hann segir að leitast verður eftir faglegri umræðu um heilsumál „og viljum minnka bilið á milli fagfólks og almennings,“ segir Bent ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×