Viðskipti innlent

Myndi kosta LÍN milljarð að hækka frítekjumark í meðallaun námsmanna

ingvar haraldsson skrifar
Það myndi kosta LÍN einn milljarð króna á ári að hækka frítekjumark lánþega hjá sjóðnum úr 930 þúsund krónum upp í meðallaun námsmanna á Íslandi sem er 1,3 milljón króna á ári.
Það myndi kosta LÍN einn milljarð króna á ári að hækka frítekjumark lánþega hjá sjóðnum úr 930 þúsund krónum upp í meðallaun námsmanna á Íslandi sem er 1,3 milljón króna á ári. vísir/valli
Það myndi kosta Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) einn milljarð króna á ári að hækka frítekjumark lánþega hjá sjóðnum úr 930 þúsund krónum upp í meðallaun námsmanna á Íslandi sem er 1,3 milljón króna á ári. Þetta kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Þá myndi kosta LÍN 590 milljónir að hækka frítekjumarkið í 1,1 milljón króna og 800 milljónir að hækka frítekjumarkið í 1,2 milljónir ef miðað er við loknar einingar námsþega á síðasta skólaári, veturinn 2013-2014.

Í svarinu kemur einnig fram að 57% lánaþega hjá LÍN á síðasta skólaári voru með tekjur yfir 950 þúsund krónum á ári. Það er hærra en frítekjumark LÍN sem miðast við 930.000 krónur á ári. Meðal árslaun námsmanna erlendis voru 813 þúsund krónur á síðasta skóla ári sem er undir frítekjumarkinu. 

Tekjur námsmanna sem fara yfir frítekjumarkið valda skerðingum á námslánum. Skerðingin nemur 45% af tekjum umfram 930 þúsund krónur og er dreift hlutfallslega á umsóttar einingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×