Formúla 1

Byltingunni frestað til 2017

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Breiðari dekk og öflugari vélar 2017. Bílarnir munu kannski líkjast þessum frá 1987.
Breiðari dekk og öflugari vélar 2017. Bílarnir munu kannski líkjast þessum frá 1987. Vísir/Getty
Umfangsmiklum reglubreytingum hefur verið frestað til 2017 eftir atkvæðagreiðslu á fundi skipulagsnefndar Formúlu 1 í dag.

Nefndin kom saman til fundar í Sviss í dag til að ákveða hverju á að breyta og hvenær. Tvö stórlið eru á andstæðum pólum um hvernig standa eigi að breytingunum. Ekkert ætti að koma á óvart þar.

Red Bull vill aukið svigrúm til loftflæðishönnunar, breiðari dekk og breiðari bíla fyir 2016. Enda hefur yfirstandandi útgáfa af Formúlu 1 ekki farið blíðum höndum um fyrrverandi heimsmeistarana.

Það ætti ekki að koma á óvart að Mercedes vill fresta breytingunum til 2017, undir því yfirskyni að það þurfi mikla rannsóknarvinnu til að hanna nýjan bíl. Einhverjir kynnu að benda á að Mercedes vilji einfaldlega halda yfirburðum sínum á þessu skeiði Formúlu 1 í sem allra lengstan tíma.

Mercedes fékk ósk sína uppfyllta í dag. Breytingar verða því væntanlega miklar fyrir 2017, afl vélanna verður aukið í 1000 hestöfl. Einnig er líklegt að nýr dekkjaframleiðandi komi til spilanna.

Breytingarnar munu hafa gríðarlega áhrif á útlit og aksturseiginleika bílanna og eftir fundinn í dag er ljóst að þær taka ekki gildi fyrr en 2017.


Tengdar fréttir

Svona líta nýju formúlu eitt bílarnir út | Myndir

Eftir langan vetur er loksins komið að því, nýjir Formúlu bílar hafa litið dagsins ljós. Það er alltaf forvitnilegt að sjá hvað hönnuðum liðanna dettur í hug og hver þróunin verður í framhaldinu.

Bottas: Ég vil vera í besta bílnum

Valtteri Bottas, ökumaður Williams liðsins segist vilja vera í besta möglega Formúlu 1 bílnum. Honum er sama hjá hvaða liði það er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×