Viðskipti innlent

Eyjólfur nýr stjórnarmaður hjá Eik fasteignafélagi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eyjólfur Árni Rafnsson
Eyjólfur Árni Rafnsson mynd/aðsend
Eyjólfur Árni Rafnsson hefur tekið sæti í stjórn Eikar fasteignarfélags hf. en hann kemur inn í stjórnina í stað Lýðs Þorgeirssonar. Stjórn Eikar skipa nú: Stefán Árni Auðólfsson, formaður stjórnar, Frosti Bergsson, varaformaður stjórnar, Agla Elísabet Hendriksdóttir, Hrönn Pétursdóttir og Eyjólfur Árni Rafnsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik.

Eyjólfur Árni var forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits hf. í 12 ár en lét af störfum að eigin ósk um síðustu áramót og tók við starfi framkvæmdastjóra iðnaðar. Eyjólfur Árni hefur mikla reynslu af stjórnarsetu og hefur setið í fjölmörgum stjórnum á undanförnum árum ásamt því að hafa  gengt stjórnarformennsku í nokkrum þeirra. Eyjólfur Árni er með doktorspróf í byggingarverkfræði frá University of Missouri-Rolla í Bandaríkjunum.

Eik fasteignafélag sinnir rekstri og útleigu á atvinnuhúsnæði. Fjöldi eigna félagsins er yfir 100 og telja þær samtals um 273 þúsund fermetra. Virði fjárfestingaeigna félagsins er um 62 ma.kr. og heildarfjöldi leigutaka er yfir 400.

Helstu eignir Eikar eru Borgartún 21 og 26, Nýi Glæsibær, Turninn í Kópavogi, Smáratorg og og Austurstræti 5,6,7 og 17.  Stærstu leigutakar eru , Fasteignir Ríkissjóðs, Húsasmiðjan, Landsbankinn, Rúmfatalagerinn, Skipti, Deloitte,  og VÍS. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×