Búast við tíu milljörðum til hluthafa ingvar haraldsson skrifar 18. febrúar 2015 12:44 Þrjú stærstu félögin í Kauphöll Íslands, Icelandair, Össur og Marel, hafa þegar birt uppgjör fyrir árið 2014. Uppgjör Össurar og Marels voru ágæt að mati greiningardeildarinnar en afkomuspá Icelandair var töluvert lakari en margir markaðsaðilar höfðu væntingar. vísir/gva Búist er við því að 10 milljarðar íslenskra króna falli hluthöfum hlutafélaga í Kauphöll Íslands í skaut á næstunni í gegnum arðgreiðslur og gegnum kaup fyrirtækjanna á eigin bréfum á þessu ári. Þetta kemur fram í greiningu greiningardeildar Íslandsbanka. Greiningardeildin telur auknar arðgreiðslur félaga vera merki um hversu ólíkur hlutabréfamarkaðurinn sé í dag miðað við árin fyrir hrun. „Félög eru ekki í útrás eða að vaxa með öðrum hætti og koma því í auknum mæli fjármunum áfram til hluthafa.“Þrír stærstu leggja til talsverðan arð Þrjú stærstu félögin í Kauphöll Íslands, Icelandair, Össur og Marel, hafa þegar birt uppgjör fyrir árið 2014. Uppgjör Össurar og Marels voru ágæt að mati greiningardeildarinnar en afkomuspá Icelandair var töluvert lakari en margir markaðsaðilar höfðu væntingar. Þær væntingar voru hugsanlega óraunhæfar vegna gengis evrunnar og mikillar samkeppni á flugmarkaði samkvæmt greiningunni.Hagar munu birta uppgjör sitt í maí.vísir/valliFélögin þrjú hafa öll lagt til talsverðar arðgreiðslur á þessu ári. „Stjórn Icelandair, Össur og Marel hafa þegar birt tillögu að arðgreiðslu en ákvörðunarvald er í höndum hluthafafundar. Stjórn Össurar leggur til 0,12 danskra krónu greiðslu á hlut eða sem svarar 14% hagnaðar. Stjórn Icelandair leggur til að samtals verði greiddir 2,5 milljarðar króna í arð eða 0,5 krónur á hlut. Stjórn Marel leggur til að greiddar verði 0,48 evrur á hlut eða samtals 3,5 milljónir evra í arð. Gróft áætlað eru þessi félög því samtals að greiða um 4 milljarða króna í arð,“ segir í greiningunni. Von á frekari arðgreiðslum á næstunni Þá er einnig búist við því að þau fjölmörgu fyrirtæki sem muni birta uppgjör á næstu tveimur vikum greiði hluthöfum myndarlegan arð. „Reginn greiðir þó væntanlega ekki arð enda félagið enn að stækka og Vodafone heldur væntanlega frekar áfram að koma fjármunum áfram til hluthafa með hóflegum endurkaupum eigin bréfa. Flestir hafa væntingar um myndarlegar arðgreiðslur frá tryggingarfélögunum enda boðar arðgreiðslustefna þeirra útgreiðslu bróður hluta hagnaðar. Þá gaf tilkynning með síðasta uppgjöri Haga til kynna að félagið hygðist breyta að einhverju marki stefnu sinni hvað varðaði ráðstöfun fjármuna og er því möguleiki á að þeir muni í auknum mæli ráðstafa þeim til hluthafa.“ Hagar birta þó ekki sitt uppgjör fyrr en í maí. Þá er gert ráð fyrir að þrjú félög verði skráð á árinu, Reitir, Eik og Skipti sem er móðurfélag Símans. „Leiða má líkur að því Reitir stækki ekki mikið meira og verði því arðgreiðslufélag, líklegra er að Eik vilji stækka en slíkur vöxtur myndi væntanlega tefja arðgreiðslur. Erfiðara er að segja til með Skipti án þess að þekkja fjárfestingarþörf en félagið stækkar þó varla og því líkur á að einhverjum fjármunum verði komið til hluthafa,“ segir í greiningu Íslandsbanka Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Búist er við því að 10 milljarðar íslenskra króna falli hluthöfum hlutafélaga í Kauphöll Íslands í skaut á næstunni í gegnum arðgreiðslur og gegnum kaup fyrirtækjanna á eigin bréfum á þessu ári. Þetta kemur fram í greiningu greiningardeildar Íslandsbanka. Greiningardeildin telur auknar arðgreiðslur félaga vera merki um hversu ólíkur hlutabréfamarkaðurinn sé í dag miðað við árin fyrir hrun. „Félög eru ekki í útrás eða að vaxa með öðrum hætti og koma því í auknum mæli fjármunum áfram til hluthafa.“Þrír stærstu leggja til talsverðan arð Þrjú stærstu félögin í Kauphöll Íslands, Icelandair, Össur og Marel, hafa þegar birt uppgjör fyrir árið 2014. Uppgjör Össurar og Marels voru ágæt að mati greiningardeildarinnar en afkomuspá Icelandair var töluvert lakari en margir markaðsaðilar höfðu væntingar. Þær væntingar voru hugsanlega óraunhæfar vegna gengis evrunnar og mikillar samkeppni á flugmarkaði samkvæmt greiningunni.Hagar munu birta uppgjör sitt í maí.vísir/valliFélögin þrjú hafa öll lagt til talsverðar arðgreiðslur á þessu ári. „Stjórn Icelandair, Össur og Marel hafa þegar birt tillögu að arðgreiðslu en ákvörðunarvald er í höndum hluthafafundar. Stjórn Össurar leggur til 0,12 danskra krónu greiðslu á hlut eða sem svarar 14% hagnaðar. Stjórn Icelandair leggur til að samtals verði greiddir 2,5 milljarðar króna í arð eða 0,5 krónur á hlut. Stjórn Marel leggur til að greiddar verði 0,48 evrur á hlut eða samtals 3,5 milljónir evra í arð. Gróft áætlað eru þessi félög því samtals að greiða um 4 milljarða króna í arð,“ segir í greiningunni. Von á frekari arðgreiðslum á næstunni Þá er einnig búist við því að þau fjölmörgu fyrirtæki sem muni birta uppgjör á næstu tveimur vikum greiði hluthöfum myndarlegan arð. „Reginn greiðir þó væntanlega ekki arð enda félagið enn að stækka og Vodafone heldur væntanlega frekar áfram að koma fjármunum áfram til hluthafa með hóflegum endurkaupum eigin bréfa. Flestir hafa væntingar um myndarlegar arðgreiðslur frá tryggingarfélögunum enda boðar arðgreiðslustefna þeirra útgreiðslu bróður hluta hagnaðar. Þá gaf tilkynning með síðasta uppgjöri Haga til kynna að félagið hygðist breyta að einhverju marki stefnu sinni hvað varðaði ráðstöfun fjármuna og er því möguleiki á að þeir muni í auknum mæli ráðstafa þeim til hluthafa.“ Hagar birta þó ekki sitt uppgjör fyrr en í maí. Þá er gert ráð fyrir að þrjú félög verði skráð á árinu, Reitir, Eik og Skipti sem er móðurfélag Símans. „Leiða má líkur að því Reitir stækki ekki mikið meira og verði því arðgreiðslufélag, líklegra er að Eik vilji stækka en slíkur vöxtur myndi væntanlega tefja arðgreiðslur. Erfiðara er að segja til með Skipti án þess að þekkja fjárfestingarþörf en félagið stækkar þó varla og því líkur á að einhverjum fjármunum verði komið til hluthafa,“ segir í greiningu Íslandsbanka
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira