Viðskipti innlent

Voru sammála um óbreytta vexti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri lagði til að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri lagði til að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum. Tillagan var samþykkt samhljóða. vísir/daníel
Tillaga Más Guðmundssonar seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum var samþykkt samhljóða í Peningastefnunefnd. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í dag.

Það kom nokkuð á óvart þegar Seðlabankinn tilkynnti að vöxtum yrði haldið óbreyttum í febrúar Allir helstu greinendur á markaði höfðu spáð 0,25 prósentustiga lækkun. Var vísað til þess að verðbólgan væri undir neðri þolmörkum og verðbólguvæntingar ekki miklar.

Seðlabankinn vísaði aftur á móti helst til óróa á vinnumarkaði þegar ákvörðun um óbreytta vexti var kynnt.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×