Viðskipti innlent

Milljarður í hagnað hjá Vodafone

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Sigurðsson var ráðinn forstjóri Vodarfone í fyrra.
Stefán Sigurðsson var ráðinn forstjóri Vodarfone í fyrra. vísir/gva
Hagnaður Fjarskipta, eða Vodafone á Íslandi eftir skatta, nam 1,09 milljörðum króna á síðasta ári. Hann jókst um 29 prósent á milli ára. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta á fjórða fjórðungi nam 273 milljónum króna og jókst um 36 prósent á milli tímabila.

„Árið 2014 var um margt sérstakt. Fyrri hlutinn einkenndist af mikilli innri vinnu í tengslum við innviði og öryggismál félagsins en seinni hlutinn af sókn á fjölmörgum sviðum á sama tíma og ágætur árangur náðist á kostnaðarhliðinni,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Fjarskipta, í tilkynningu.

Stefán segir að mikil uppbygging hafi átt sér stað á kerfum félagsins á árinu, ekki síst á sviði farsíma og sjónvarpsdreifingar. Hann segir einnig að efnahagsreikningur félagsins hafi verið mjög sterkur í árslok með eiginfjárhlutfallið 54,7% og hreinar vaxtaberandi skuldir á móti EBITDA hagnaði 1,5.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×