Viðskipti innlent

Sigþór framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigþór Jónsson nýr frmakvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa.
Sigþór Jónsson nýr frmakvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa.
Sigþór Jónsson, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa hf. Sigþór hefur mikla þekkingu og reynslu á íslenskum fjármálamarkaði. Nú síðast starfaði hann sem framkvæmdastjóri Straums sjóða hf. Áður gegndi hann störfum framkvæmdastjóra Landsbréfa hf. og þar áður var hann forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni hf. Þar leiddi hann meðal annars uppbyggingu innlendra framtakssjóða félaganna.

Í tilkynningu frá Íslenskum verðbréfum kemur fram að samhliða ráðningu Sigþórs hefur verið gengið frá því að Sveinn Torfi Pálsson starfi við hlið hans sem aðstoðarframkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa hf. Sveinn Torfi hefur starfað hjá félaginu frá árinu 1993 og gegnt starfi framkvæmdastjóra frá því í september 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×