Lífið

John Oliver og Jimmy Fallon finna eftirmann Jon Stewart

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Oliver og Fallon í settinu.
Oliver og Fallon í settinu. vísir/getty
Enski sjónvarpsmaðurinn John Oliver var í heimsókn hjá bandaríska kollega sínum, Jimmy Fallon, á dögunum þar sem hann ræddi um hver væri líklegur til að byrja að stýra The Daily Show. Jon Stewart er að hætta sem stjórnandi þáttarins The Daily Show og hefur John Oliver verið nefndur sterklega til sögunnar sem arftaki hans.

Sá orðrómur dó hins vegar fyrir skemmstu eftir að Oliver skrifaði undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við HBO vegna þáttar síns Last Week Tonight. Honum þótti lausnin á vandanum og stakk upp á því að heilmynd af Jon Stewart yrði notuð. Hann hefði hvort eð er sagt hver einasta orð í enskri tungu og framkvæmdin yrði því ekkert mál.

Vangaveltur félaganna um þetta efni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Heilmyndir af Eazy-E og ODB troða upp

Rappararnir sálugu Eazy-E og Ol‘ Dirty Bastard (ODB) munu troða upp sem endurskapaðar heilmyndir á hinni árlegu Rock The Bells-hipphopphátíð í Kaliforníu í haust. Eazy-E lést árið 1995 og Ol‘ Dirty Bastard árið 2004. Samkvæmt skipuleggjendum hátíðarinnar mun heilmynd Ol‘ Dirty Bastard koma fram ásamt eftirlifandi meðlimum hljómsveitar sinnar Wu Tang Clan, en heilmynd Eazy-E troða upp með sveitinni Bone Thugs-n-Harmony. Heilmynd af rapparanum Tupac Shakur, sem var skotinn til bana árið 1996, vakti mikla lukku á Coachella-tónleikahátíðinni í Kaliforníu á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×