Flottasta mamman Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2015 12:15 Svona eiga mæður að vera og börn hennar öfundsverð að láta hana skutla sér í skólann. Shauna Duggins vinnur sem áhættuleikari og ekur þar bílum af stakri snilld, en hún er líka móðir. Hér sést hún ferðast með börnum sínum í einu úthverfi bandarískrar borgar, en upptakan á þessu myndskeiði er á vegum skóframleiðanda eins í auglýsingaskyni. Hún ekur þarna breyttum 550 hestafla strumpastrætó og sannarlega gerir hún það vel. Við áhorf myndskeiðsins sést að Shauna Duggins er afar hæfur ökumaður og handbremsan, sem hún notar ótæpilega, leikur í höndunum á henni þar sem hún snýr öflugum bílnum að vild. Ekki fer mikið fyrir hræðslu barnanna en þau eru væntanlega vön ofsaakstri móður sinnar, sem er þó örugg í öllum sínum aðgerðum. Mæður landsins eru þó vinsamlegast beðnar um að leika þetta ekki eftir í úthverfunum! Bílar video Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent
Svona eiga mæður að vera og börn hennar öfundsverð að láta hana skutla sér í skólann. Shauna Duggins vinnur sem áhættuleikari og ekur þar bílum af stakri snilld, en hún er líka móðir. Hér sést hún ferðast með börnum sínum í einu úthverfi bandarískrar borgar, en upptakan á þessu myndskeiði er á vegum skóframleiðanda eins í auglýsingaskyni. Hún ekur þarna breyttum 550 hestafla strumpastrætó og sannarlega gerir hún það vel. Við áhorf myndskeiðsins sést að Shauna Duggins er afar hæfur ökumaður og handbremsan, sem hún notar ótæpilega, leikur í höndunum á henni þar sem hún snýr öflugum bílnum að vild. Ekki fer mikið fyrir hræðslu barnanna en þau eru væntanlega vön ofsaakstri móður sinnar, sem er þó örugg í öllum sínum aðgerðum. Mæður landsins eru þó vinsamlegast beðnar um að leika þetta ekki eftir í úthverfunum!
Bílar video Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent