Flottasta mamman Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2015 12:15 Svona eiga mæður að vera og börn hennar öfundsverð að láta hana skutla sér í skólann. Shauna Duggins vinnur sem áhættuleikari og ekur þar bílum af stakri snilld, en hún er líka móðir. Hér sést hún ferðast með börnum sínum í einu úthverfi bandarískrar borgar, en upptakan á þessu myndskeiði er á vegum skóframleiðanda eins í auglýsingaskyni. Hún ekur þarna breyttum 550 hestafla strumpastrætó og sannarlega gerir hún það vel. Við áhorf myndskeiðsins sést að Shauna Duggins er afar hæfur ökumaður og handbremsan, sem hún notar ótæpilega, leikur í höndunum á henni þar sem hún snýr öflugum bílnum að vild. Ekki fer mikið fyrir hræðslu barnanna en þau eru væntanlega vön ofsaakstri móður sinnar, sem er þó örugg í öllum sínum aðgerðum. Mæður landsins eru þó vinsamlegast beðnar um að leika þetta ekki eftir í úthverfunum! Bílar video Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent
Svona eiga mæður að vera og börn hennar öfundsverð að láta hana skutla sér í skólann. Shauna Duggins vinnur sem áhættuleikari og ekur þar bílum af stakri snilld, en hún er líka móðir. Hér sést hún ferðast með börnum sínum í einu úthverfi bandarískrar borgar, en upptakan á þessu myndskeiði er á vegum skóframleiðanda eins í auglýsingaskyni. Hún ekur þarna breyttum 550 hestafla strumpastrætó og sannarlega gerir hún það vel. Við áhorf myndskeiðsins sést að Shauna Duggins er afar hæfur ökumaður og handbremsan, sem hún notar ótæpilega, leikur í höndunum á henni þar sem hún snýr öflugum bílnum að vild. Ekki fer mikið fyrir hræðslu barnanna en þau eru væntanlega vön ofsaakstri móður sinnar, sem er þó örugg í öllum sínum aðgerðum. Mæður landsins eru þó vinsamlegast beðnar um að leika þetta ekki eftir í úthverfunum!
Bílar video Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent