Viðskipti innlent

Hagnaður Landsnets 3,76 milljarðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í afkomutilkynningu Landsnets segir að rekstrarniðurstaða ársins sé betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.
Í afkomutilkynningu Landsnets segir að rekstrarniðurstaða ársins sé betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.
Hagnaður Landsnets samkvæmt rekstrarreikningi nam 3,76 milljörðum króna yfir árið 2014. Ársuppgjör Landsnets var birt í Kauphöll í morgun. Hagnaðurinn var  2,18 milljarðar á árinu 2013.

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 6,2 milljörðum króna samanborið við 6,57 milljörðum króna á fyrra ári og lækkar því um 394 milljónir króna á milli ára. Lækkun á rekstrarhagnaði fyrir fjármagnsliði skýrist meðal annars af lægra meðalgengi dollars en um 60% af tekjum félagsins er í þeirri mynt. Þá hafði hærra verð á aðkeyptri orku vegna flutningstapa í kerfinu nokkur áhrif auk þess sem rekstrarkostnaður hækkaði vegna aukinna umsvifa.

Í afkomutilkynningu segir að rekstrarniðurstaða ársins sé betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og liggur það nær eingöngu í jákvæðari niðurstöðu fjármagnsliða. Rekstrarhæfi félagsins sé mjög gott. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 mun handbært fé standa undir fjárfestingum og afborgunum lána.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×