Viðskipti innlent

Tölvuárás á bankana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arion er einn þeirra banka sem tölvuárás var gerð á.
Arion er einn þeirra banka sem tölvuárás var gerð á. vísir/pjetur.
Svo virðist sem árásarhrina erlendra tölvuþrjóta á viðskiptavini fjármálafyrirtækja hér á landi sé í gangi. Um er að ræða tölvupóstsendingar og í póstinum er tengill inn á sýndarvefsíðu sem sögð er vera netbanki viðkomandi fjármálafyrirtækis og viðtakendur hvattir til að innskrá sig.

Í tilkynningu frá Arion banka segir að hann sendir aldrei út póst þar sem farið er fram á að viðtakandi gefi upp auðkenni sín og bankinn brýnir fyrir viðskiptavinum að smella ekki á þessa tengla. „Þegar viðskiptavinir skrá sig í Netbankann þá á alltaf að gera það í gegnum tengil á forsíðu bankans,“ segir í tilkynningu frá bankanum. 

Vísir hefur sannreynt að viðskiptavinir Íslandsbanka hafa einnig fengið sambærileg skeyti og Arion vísar til. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×