Viðskipti innlent

Steinþór Gunnarsson sýknaður í Hæstarétti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinþór Gunnarsson þarf ekki að borga slitabúi gamla Landsbankans.
Steinþór Gunnarsson þarf ekki að borga slitabúi gamla Landsbankans. vísir/stefán.
Hæstiréttur Íslands hafnaði kröfu gamla Landsbankans um að kaupaukagreiðslum sem Steinþór Gunnarsson fékk greiddar fyrir hrun bankans yrði rift. Bankinn krafðist þess einnig að Steinþór endurgreiddi 47,3 milljónir króna með vöxtum og var því einnig hafnað.  

Hæstiréttur telur ekki að Steinþór hafi verið nákominn Landsbankanum í skilningi 3. greinar laga um gjaldþrotaskipti og var kröfunni hafnað á grundvelli þess. En samkvæmt 133. greinar sömu laga má krefjast riftunar á greiðslu launa eða öðru endurgjaldi fyrir vinnu frá þrotabúi til nákominna að uppfylltum vissum skilyrðum.

Þá þótti ósannað að gjafatilgangur hefði búið að baki greiðslunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×