Matur

Kræsilegt kjúklingasalat Rikku

Heilsuvísir skrifar

Hér kemur uppskrift af bráhollu og brakandi fersku asísku kjúklingasalati úr smiðju Rikku. Þetta er matarmikið, ótrúlega bragðgott og einfalt.

Asískt kjúklingasalat

200 g gulrætur, rifnar

½ stk agúrka, skorin í bita

½ stk rauðlaukur, saxaður

100 g rauðkál, fínsaxað

1 stk rauð paprika, skorin í bita

150 g baunaspírur

handfylli mintulauf

50 g kasjúhnetur, grófsaxaðar

1 stk grillaður kjúklingur,

kjötið tekið af án skinns

1 stk lárpera, afhýdd og sneidd

Sósa:

2 msk sesamolía

2 msk sojasósa

2 msk fiskisósa (fish sauce)

1 msk engifer, rifið

2 stk hvítlauksrif, pressuð

safi af 1 límónu

sjávarsalt

Salat: Setjið allt saman í skál. 

Sósa: Hrærið allt saman í matvinnsluvél og hellið saman við kjúklingasalatið.


Tengdar fréttir

Núðlusúpa með kjúklingi

Í Hagkaupsbókinni Léttir réttir er að finna mikið af girnilegum uppskriftum fyrir sælkera en líka þá sem vilja næringarríka og holla máltíð þar sem búið er að reikna út helstu næringargildi uppskriftarinnar.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.