Viðskipti innlent

Auglýsing Aðalskoðunar slær í gegn

Samúel Karl Ólason skrifar
Auglýsingin Bjargið hefur notið mikilla vinsælda á vefsíðunni Creativity-online.com og skoraði best af notendum síðunnar í gær. Þrátt fyrir að Super Bowl leikurinn hafi verið í gær. Leikurinn er einn af stærstu sjónvarpsviðburðum ársins í Bandaríkjunum og auglýsingarnar sem þar eru sýndar njóta iðulega mikilli hylli.

Quiver, Manhattan Marketing og Stórveldið gerðu auglýsinguna fyrir Aðalskoðun.

„Við vissum að við værum með gott efni í höndunum, eitursnjalla hugmynd, frábæra fagmenn eins og Samma, Gunna og Óttar Guðna í framleiðslunni og Tómas Lemarquis í essinu sínu,” segir Guðjón Guðmundsson hjá Manhattan Marketing í tilkynningum. „Athygli úr þessari átt á þessum degi kom okkur mjög skemmtilega á óvart.“

Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Einkunnagjafir og stöðuna hverju sinni má sjá hér.

Bjargið from Quiver on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×