Viðskipti innlent

H.F. Verðbréf vann fótboltamót fjármálafyrirtækja

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/aðsend
Lið H.F. Verðbréfa sigraði fótboltamót fjármálafyrirtækja sem haldið var af Íslenskum Verðbréfum á Akureyri um síðustu helgi.

Liðið vann alla sína leiki í mótinu. Síðustu viðureignir liðsins voru við lið Arion banka í undanúrslitum og við lið Virðingar/Öldu í úrslitaleik en báðir leikir unnust nokkuð sannfærandi.

Úrslitaleikurinn fór 5-1 með mörkum frá Daða Kristjánssyni, forstjóra H.F. Verðbréfa, og Adrian Sabido.

Lið Arion banka vann mótið í kvennaflokki. Tvær fyrrverandi landsliðskonur kepptu fyrir Seðlabankann, þær Þóra B. Helgadóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir.

Auk þess var María B. Ágústsdóttir í liði Íslandsbanka en hún hefur oft verið orðuð við landsliðið. Einnig var metþátttaka kvennaliða á mótinu en nú  voru 8 lið skráð til leiks. 

Lið Arion Banka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×