Enski boltinn

Kellett til Man. Utd

Kellett í leik með Plymouth.
Kellett í leik með Plymouth. vísir/getty
Ein óvæntustu félagaskipti gærdagsins komu þegar Man. Utd fékk hinn óþekkta Andy Kelett að láni.

Hann kemur til félagsins frá Bolton en hann hefur ekki verið að spila fyrir Bolton þar sem hann er búinn að vera í láni hjá Plymouth Argyle.

Þetta er 21 árs gamall miðjumaður. Í staðinn sendi United hinn 19 ára gamla Saidy Janko til Bolton.

Kellett var þriðji leikmaðurinn sem Man. Utd fær til sín í glugganum sem var að loka. Hinir voru Sadiq El Fitouri og markvörðurinn Victor Valdes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×