Hvöttu til skilvirkari Seðlabanka Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 08:39 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI. Samtök iðnaðarins (SI) áttu rúmlega klukkutíma langan fund með fjármálaráðherra í gær þar sem þau hvöttu hann meðal annars til að beita sér fyrir skilvirkari afgreiðslu undanþágubeiðna hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Í tilkynningunni segir að langur afgreiðslutími hjá gjaldeyriseftirliti bankans og óljós mörk séu á meðal þess sem veldur fjárfestum og fyrirtækjum vandræðum. „Samtökin óskuðu í byrjun vikunnar eftir fundi með Bjarna Benediktssyni í kjölfar fregna af brotthvarfi höfuðstöðva hins rótgróna iðnfyrirtækis Promens, Fjármálaráðherra brást vel við beiðninni og átti langan fund með stjórn og framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins síðdegis í gær um stöðu alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi og mikilvægi afnáms hafta hið fyrsta.“ Ráðherra skýrði á fundinum þá vinnu sem er í gangi í tengslum við afnám hafta og ítrekaði vilja sinn til góðs samstarfs við atvinnulífið. Forsvarsmenn SI röktu fyrir ráðherra ýmis dæmi um afleiðingar haftanna á aðildarfyrirtæki samtakanna og starfsfólk þessara fyrirtækja. Einnig bentu þeir á dæmi um hluti sem laga þurfi í framkvæmd gjaldeyrishaftanna. Svo sem hvað varðar afgreiðslu á undanþágum frá höftunum sem Seðlabankinn annast og þyrfti að vera skilvirkara að mati Samtaka iðnaðarins. „Fundurinn var afar gagnlegur og báðir aðilar fóru yfir sjónarmið sín. Við ræddum hversu mikilvægt það sé að fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi séu í samkeppnishæfu umhverfi. Aðeins þannig verður hér til samfélag vel menntaðs fólks sem sér tækifæri í því að taka þátt í uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI. Hann segir að þeim tækifærum muni áfram fækka ef höftin verða hér viðvarandi ástand. „Það er mjög flókið og erfitt er að útskýra fyrir erlendum fagfjárfestum allar þær sértæku lausnir sem Ísland hefur gripið til. Þessi lausn getur aldrei verið til langframa og hún er þegar farin að valda okkur miklum skaða. Ekki síst í formi tapaðra tækifæra til uppbyggingar verðmætra starfa og hagvaxtar í landinu.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Samtök iðnaðarins (SI) áttu rúmlega klukkutíma langan fund með fjármálaráðherra í gær þar sem þau hvöttu hann meðal annars til að beita sér fyrir skilvirkari afgreiðslu undanþágubeiðna hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Í tilkynningunni segir að langur afgreiðslutími hjá gjaldeyriseftirliti bankans og óljós mörk séu á meðal þess sem veldur fjárfestum og fyrirtækjum vandræðum. „Samtökin óskuðu í byrjun vikunnar eftir fundi með Bjarna Benediktssyni í kjölfar fregna af brotthvarfi höfuðstöðva hins rótgróna iðnfyrirtækis Promens, Fjármálaráðherra brást vel við beiðninni og átti langan fund með stjórn og framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins síðdegis í gær um stöðu alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi og mikilvægi afnáms hafta hið fyrsta.“ Ráðherra skýrði á fundinum þá vinnu sem er í gangi í tengslum við afnám hafta og ítrekaði vilja sinn til góðs samstarfs við atvinnulífið. Forsvarsmenn SI röktu fyrir ráðherra ýmis dæmi um afleiðingar haftanna á aðildarfyrirtæki samtakanna og starfsfólk þessara fyrirtækja. Einnig bentu þeir á dæmi um hluti sem laga þurfi í framkvæmd gjaldeyrishaftanna. Svo sem hvað varðar afgreiðslu á undanþágum frá höftunum sem Seðlabankinn annast og þyrfti að vera skilvirkara að mati Samtaka iðnaðarins. „Fundurinn var afar gagnlegur og báðir aðilar fóru yfir sjónarmið sín. Við ræddum hversu mikilvægt það sé að fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi séu í samkeppnishæfu umhverfi. Aðeins þannig verður hér til samfélag vel menntaðs fólks sem sér tækifæri í því að taka þátt í uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI. Hann segir að þeim tækifærum muni áfram fækka ef höftin verða hér viðvarandi ástand. „Það er mjög flókið og erfitt er að útskýra fyrir erlendum fagfjárfestum allar þær sértæku lausnir sem Ísland hefur gripið til. Þessi lausn getur aldrei verið til langframa og hún er þegar farin að valda okkur miklum skaða. Ekki síst í formi tapaðra tækifæra til uppbyggingar verðmætra starfa og hagvaxtar í landinu.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira