Innlent

Auka stuðning við börn og ungmenni með fjölþættan vanda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Meðferðarheimilið Stuðlar.
Meðferðarheimilið Stuðlar. vísir
Teymi sérfræðinga fær það hlutverk að auka stuðning við börn og ungmenni með fjölþættan vanda, þar með talið vímuefnavanda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þetta var ákveðið á fundi skóla- og frístundaráðs 4. febrúar. Leita verður eftir samstarfi við velferðarsvið og Barnavernd Reykjavíkur.

Hlutverk teymisins verður tvíþætt; 

1. að vinna með foreldrum og barni/ungmenni, skólum og frístundamiðstöðvum að lausn bráðavanda sem upp kemur hverju sinni þannig að barnið eigi tryggan aðgang að námi og úrræðum við hæfi. 

2. Vinna að lausn til lengri tíma með því að virkja betur viðeigandi úrræði og koma með tillögur að nýjum úrræðum til að bæta þjónustu við börn og ungmenni með fjölþættan vanda.

Teymið skal skipað sérfræðingum frá skóla- og frístundasviði, Brúarskóla, þjónustumiðstöðva og Barnavernd Reykjavíkur. Ráðgjafasvið Brúarskóla mun bera ábyrgð á og leiða teymisvinnuna.

Teymið skal hafa samráð við foreldra og viðkomandi barn eða ungmenni, skólastjóra og stjórnanda frístundamiðstöðvar við val og mótun úrræða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×