Innlent

Mikið um drykkjulæti

Vísir/KOlbeinn Tumi
Talsvert var um drykkjulæti í miðbænum og úthverfum. Þá bárust lögreglu allnokkrar tilkynningar frá þreyttu fólki sem átti erfitt með svefn vegna láta nágranna.

Talsvert af fíkniefnamálum komu upp. Öll voru afgreidd á staðnum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þar að auki var tilkynnt eld í apóteki. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að brunaboðin voru vegna innbrots. Búið var að spenna upp hurð og líklega taka lyf.

Þá var ekið á kyrrstæða bifreið í Kópavogi. Draga þurfti báða bíla burt með dráttarbíl. Engin slys á fólki urðu í óhappinu en ökumaðurinn var undir mjög miklum áhrifum lyfja eða fíkniefna og gat vart haldið sér vakandi. Þurfti að vista hann í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann. Ætluð örvandi fíkniefni fundust í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×