Viðskipti innlent

Spá því að hagnaður Marel aukist um 130 prósent

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagnaður Marel í fyrra nam 11,7 milljónum evra.
Hagnaður Marel í fyrra nam 11,7 milljónum evra.
IFS birti virðismat sitt fyrir Marel um helgina og mælir með kaupum á bréfum í félaginu. Hagnaður félagsins vegna ársins 2014 nam 11,7 milljónum evra eftir skatta á síðasta ári, eða 1,75 milljörðum króna. EBITDA á síðasta ári nam 66,7 milljónum evra, eða tæplega 10 milljörðum króna.

Spá IFS gerir ráð fyrir 9,9% aukingu á EBITDA árið 2015 og að hagnaður verði tæplega 27 milljónir evra, eða um 4 milljarðar króna miðað við gengið í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×