Viðskipti innlent

Tvöþúsund króna seðillinn valinn sá fallegasti

ingvar haraldsson skrifar
Tvö þúsund króna seðillinn er fallegasti seðill landsins samkvæmt könnun sem framkvæmd var á Safnanótt.
Tvö þúsund króna seðillinn er fallegasti seðill landsins samkvæmt könnun sem framkvæmd var á Safnanótt.
Tvö þúsund króna seðillinn var valinn fallegasti peningaseðill landsins í könnun meðal gesta Myntsafns Seðlabankans og Þjóðminjasafns á Safnanótt  síðastliðið föstudagskvöld. Seðilinn,  sem sækir myndefni í verk Jóhannesar Kjarvals, fékk 32 prósent greiddra atkvæða.

Aðeins færri eða 31 prósent þátttakenda töldu að nýi tíu þúsund króna seðillinn væri sá fallegasti. Tíu þúsund króna seðillinn sækir myndefni í verk Jónasar Hallgrímssonar.

Vegna lítils áhuga á tvö þúsund króna seðlinum sem greiðslumiðli hætti Seðlabankinn prentun seðilsins. Í lok síðasta mánaðar voru 127.500 tvö þúsund króna seðlar í umferð en tæplega 1,3 milljónir tíu þúsund króna seðla.

Tvö þúsund króna seðillinn þykir sá fallegasti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×