Viðskipti innlent

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 4,7 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
vísir/vilhelm
Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf að verðmæti 300 milljóna sænskra króna, jafngildi 4,7 milljarða íslenskra króna.

Kaupendur á bréfunum voru fjárfestar frá Svíþjóð, Noregi og meginlandi Evrópu en umframeftirspurn var eftir bréfunum. Stefnt er að því að skrá skuldabréfin í Kauphöllina á Írlandi þann 13. febrúar.

Skuldabréfið er til fjögurra ára og ber fljótandi vexti, 310 punkta ofan á þriggja mánaða Stibor vexti samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×