Viðskipti innlent

Norsku loðnuskipin mætt á miðin

Fyrsta norska loðnuskipið kom á miðin norðaustur af Melrakkasléttu í nótt og annað er rétt ókomið, en Norðmenn hafa að vanda loðnuveiðiheimildir hér við land. Fyrir á miðunum eru nokkur íslensk skip, en lítið kapp er lagt á veiðar þeirra.

Það skýrist af því að vegna þrálátláts óveðurs hefur loðnuleit Hafrannsóknastofnunar gengið afar illa þannig að ekki hefur verið bætt við upphafskvótann, sem er aðeins 130 þúsund tonn.

Útgerðir vilja því eiga kvóta eftir þegar loðnan verður orðin hrognafull, því hrognin gefa lang mest af sér í útflutningsverðmætum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×