Viðskipti innlent

Lækkað verð á símtölum viðskiptavina sem staddir eru í útlöndum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á nýju ári lækkaði reikiverðskrá Vodafone í nokkrum löndum, þ.á.m. á vinsælum áfangastöðum Íslendinga á borð við í Bandaríkjunum.
Á nýju ári lækkaði reikiverðskrá Vodafone í nokkrum löndum, þ.á.m. á vinsælum áfangastöðum Íslendinga á borð við í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm
Vodafone hefur lækkað verð á símtölum viðskiptavina á ferð í Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi og Ástralíu. EuroTraveller þjónusta fyrirtækisins eflist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Á nýju ári lækkaði reikiverðskrá Vodafone í nokkrum löndum, þ.á.m. á vinsælum áfangastöðum Íslendinga á borð við í Bandaríkjunum. Mínútuverð við símtal þar og í Kanada lækkar um ríflega 40% auk þess sem kostnaður viðskiptavina við netnotkun í þessum löndum lækkar um 57%.

Í Ástralíu lækkar símtalskostnaður viðskiptavina enn meira eða um helming (50%). Fyrir þá sem leggja leið sína til Rússlands hefur kostnaður við að hringja þar á ferð lækkað um rúm 22%.

Samhliða fyrrgreindum breytingum hefur verð SMS sendinga einnig lækkað í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu.

Þá hafa nýir samningar náðst við fjölda fjarskiptafyrirtækja í löndum allt frá Taílandi, Macau og Indónesíu til Bahama eyja, Guatemala og Panama svo nokkur séu nefnd, sem eflir samband viðskiptavina Vodafone í þessum löndum til mikilla muna.

Grænland og Guernesey bætast við EuroTraveller

Auk fyrrgreindra breytinga á reiki-samningum Vodafone erlendis hefur Euro Traveller þjónusta félagsins eflst. Með henni er greitt eitt daggjald ef síminn er notaður í næstum öllum Evrópulöndum og svo gildir íslensk verðskrá það sem eftir lifir dags.

Sambærilega þjónustan USA Traveller stendur viðskiptavinum einnig til boða í Bandaríkjunum. Nýverið bættust Grænland og eyjurnar Mön, Jersey og Guernesey í hóp þeirra landa sem EuroTraveller þjónusta Vodafone er í boði. Þar með eru EuroTraveller löndin orðin 35 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×