Viðskipti innlent

Atvinnuleysi 4,3 prósent í desember

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hlutfall starfandi af mannfjölda var 76,6% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,2%.
Hlutfall starfandi af mannfjölda var 76,6% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,2%. Vísir/Vilhelm
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 183.700 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í desember 2014, sem jafngildir 80% atvinnuþátttöku. Hagstofa Íslands greinir frá.

Af þeim voru 175.800 starfandi og 7.900 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 76,6% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,2%.

Samanburður mælinga í desember 2013 og 2014 sýnir að vinnuaflið minnkaði um 1.400 manns, atvinnuþátttakan minnkaði því um 0,8 prósentustig. Fjöldi starfandi minnkaði um 1.100 og hlutfallið um 0,7 stig. Atvinnulausum fækkaði um 300 manns og hlutfall þeirra minnkaði um 0,1 stig.

mynd/hagstofa íslands





Fleiri fréttir

Sjá meira


×