Viðskipti innlent

Kauphöllin vísaði fimmtán málum til Fjármálaeftirlitsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kauphöll Íslands afgreiddi 66 mál á grundvelli brota á reglum um upplýsingamál en 23 mál sem lutu að verðbréfaviðskiptum.
Kauphöll Íslands afgreiddi 66 mál á grundvelli brota á reglum um upplýsingamál en 23 mál sem lutu að verðbréfaviðskiptum.
Kauphöll Íslands afgreiddi samtals 89 eftirlitsmál á síðasta ári. Þar af var 15 málum vísað til Fjármálaeftirlitsins (FME) til frekari skoðunar. Tveimur málum var vísað til Viðurlaganefndar Kauphallarinnar til frekari meðferðar. Öðru málinu var lokið án aðgerða en hitt málið verður tekið fyrir núna í ársbyrjun.

Af málunum 89 afgreiddi Kauphöllin 66 mál vegna gruns um brot á reglum um upplýsingagjöf  félaga á markaði en 23 mál sem lutu að viðskiptum með verðbréf.

Í upplýsingaskyldueftirliti var tveimur málum vísað til FME til frekari skoðunar var þrettán málum vísað til FME til frekari skoðunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×