Handbolti

Fær þessi að taka víti fyrir Patta aftur? | Sjáðu versta vítakast HM frá upphafi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins í handbolta, hugsar sig eflaust tvisvar um áður en hann sendir brasilísk ættaða hornamanninn Raul Santos aftur á vítalínuna.

Santos, sem er næst markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar, gerði heiðarlega tilraun til að skora úr víti í stöðunni 20-17 í leik gegn Íran í dag þegar tæpar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Sjá einnig:Er þetta flottasta handboltamark sögunnar?

Brasilíumaðurinn, sem er annars nokkuð öruggur á vítalínunni, skoraði ekki, en þar með er sagan ekki öll sögð. Honum tókst nefnilega að taka líklega versta vítakast á HM frá upphafi.

Santosi tókst, af sjö metra færi, að kasta boltanum ekki bara framhjá heldur í innkast. Þetta er eitthvað sem hann á eflaust eftir að þurfa að horfa á margoft þegar fyndin mistök úr handbolta eru tekin saman hér og þar.

Þetta ótrúlega lélega víti má sjá hér að ofan, en Austurríki vann leikinn með tólf marka mun, 38-26.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×