MS og Matís rannsaka skyr og mysu Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2015 14:25 Meðfylgjandi mynd (frá vinstri): Oddur Már Gunnarsson, Matís og Jón Axel Pétursson, Mjólkursamsölunni Í dag undirrituðu fulltrúar Mjólkursamsölunnar og Matís fimm ára samstarfssamning um rannsóknir á skyrgerlum og mysu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MA. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Axel Péturssyni framkvæmdastjóra Sölu- og markaðssviðs MS er fyrirtækið mjög spennt fyrir þessu samstarfi sem fyrirtækin hafa náð samkomulagi um. „Í skyrinu og íslenska skyrgerlinum leynast mikil verðmæti eins og við höfum við séð mjög greinilega út frá jákvæðri söluþróun okkar á skyri á Norðurlöndum, en salan á síðasta ári þar jókst um 85% og er nú í heildina orðin um og yfir 13.000 tonn,“ segir Jón Axel. Hann segir að það sé full ástæða til að rannsaka frekar íslenska skyrgerilinn og sérstöðu hans og hvernig nýta megi hann til að gera skyrið að enn verðmætari útflutningsvöru en það er í dag. „Að fá aðgang að því hæfa og góða fagfólki í vísindum og rannsóknum sem vinnur hjá Matís er því mjög verðmætt fyrir okkur og við bindum miklar vonir til framtíðar um þetta samstarf okkar,“ segir Jón Axel. „Enn fremur ætlum við í sameiningu að rannsaka betur eiginleika mysunnar og með hvaða hætti unnt er að gera meiri verðmæti úr henni heldur en gert er í dag.“ Að sögn Odds Más Gunnarssonar, sviðsstjóra viðskiptaþróunar Matís sér fyrirtækið mikil tækifæri í því að vinna með MS. Matís er leiðandi rannsóknarfyrirtæki í matvæla-, líftækni- og umhverfisrannsóknum og fyrirtækið er mjög vel búið til að takast á við verkefni sem þessi. „Mikil þekking er innan Matís á hvers kyns örverum og mun sú þekking nýtast vel til rannsóknar á skyri og skyrgerlum. Mysan er ekki minna áhugavert hráefni sem býður upp á mikla möguleika til aukinnar verðmætasköpunar. Með samstarfi Matís og MS skapast gríðarleg tækifæri til nýsköpunar“ segir Oddur Már. „Samstarfið við MS fellur auk þess vel að grunngildum í starfsemi Matís en hjá fyrirtækinu er lögð áhersla á að vinna að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu“, segir Oddur Már enn fremur. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Í dag undirrituðu fulltrúar Mjólkursamsölunnar og Matís fimm ára samstarfssamning um rannsóknir á skyrgerlum og mysu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MA. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Axel Péturssyni framkvæmdastjóra Sölu- og markaðssviðs MS er fyrirtækið mjög spennt fyrir þessu samstarfi sem fyrirtækin hafa náð samkomulagi um. „Í skyrinu og íslenska skyrgerlinum leynast mikil verðmæti eins og við höfum við séð mjög greinilega út frá jákvæðri söluþróun okkar á skyri á Norðurlöndum, en salan á síðasta ári þar jókst um 85% og er nú í heildina orðin um og yfir 13.000 tonn,“ segir Jón Axel. Hann segir að það sé full ástæða til að rannsaka frekar íslenska skyrgerilinn og sérstöðu hans og hvernig nýta megi hann til að gera skyrið að enn verðmætari útflutningsvöru en það er í dag. „Að fá aðgang að því hæfa og góða fagfólki í vísindum og rannsóknum sem vinnur hjá Matís er því mjög verðmætt fyrir okkur og við bindum miklar vonir til framtíðar um þetta samstarf okkar,“ segir Jón Axel. „Enn fremur ætlum við í sameiningu að rannsaka betur eiginleika mysunnar og með hvaða hætti unnt er að gera meiri verðmæti úr henni heldur en gert er í dag.“ Að sögn Odds Más Gunnarssonar, sviðsstjóra viðskiptaþróunar Matís sér fyrirtækið mikil tækifæri í því að vinna með MS. Matís er leiðandi rannsóknarfyrirtæki í matvæla-, líftækni- og umhverfisrannsóknum og fyrirtækið er mjög vel búið til að takast á við verkefni sem þessi. „Mikil þekking er innan Matís á hvers kyns örverum og mun sú þekking nýtast vel til rannsóknar á skyri og skyrgerlum. Mysan er ekki minna áhugavert hráefni sem býður upp á mikla möguleika til aukinnar verðmætasköpunar. Með samstarfi Matís og MS skapast gríðarleg tækifæri til nýsköpunar“ segir Oddur Már. „Samstarfið við MS fellur auk þess vel að grunngildum í starfsemi Matís en hjá fyrirtækinu er lögð áhersla á að vinna að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu“, segir Oddur Már enn fremur.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira