MS og Matís rannsaka skyr og mysu Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2015 14:25 Meðfylgjandi mynd (frá vinstri): Oddur Már Gunnarsson, Matís og Jón Axel Pétursson, Mjólkursamsölunni Í dag undirrituðu fulltrúar Mjólkursamsölunnar og Matís fimm ára samstarfssamning um rannsóknir á skyrgerlum og mysu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MA. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Axel Péturssyni framkvæmdastjóra Sölu- og markaðssviðs MS er fyrirtækið mjög spennt fyrir þessu samstarfi sem fyrirtækin hafa náð samkomulagi um. „Í skyrinu og íslenska skyrgerlinum leynast mikil verðmæti eins og við höfum við séð mjög greinilega út frá jákvæðri söluþróun okkar á skyri á Norðurlöndum, en salan á síðasta ári þar jókst um 85% og er nú í heildina orðin um og yfir 13.000 tonn,“ segir Jón Axel. Hann segir að það sé full ástæða til að rannsaka frekar íslenska skyrgerilinn og sérstöðu hans og hvernig nýta megi hann til að gera skyrið að enn verðmætari útflutningsvöru en það er í dag. „Að fá aðgang að því hæfa og góða fagfólki í vísindum og rannsóknum sem vinnur hjá Matís er því mjög verðmætt fyrir okkur og við bindum miklar vonir til framtíðar um þetta samstarf okkar,“ segir Jón Axel. „Enn fremur ætlum við í sameiningu að rannsaka betur eiginleika mysunnar og með hvaða hætti unnt er að gera meiri verðmæti úr henni heldur en gert er í dag.“ Að sögn Odds Más Gunnarssonar, sviðsstjóra viðskiptaþróunar Matís sér fyrirtækið mikil tækifæri í því að vinna með MS. Matís er leiðandi rannsóknarfyrirtæki í matvæla-, líftækni- og umhverfisrannsóknum og fyrirtækið er mjög vel búið til að takast á við verkefni sem þessi. „Mikil þekking er innan Matís á hvers kyns örverum og mun sú þekking nýtast vel til rannsóknar á skyri og skyrgerlum. Mysan er ekki minna áhugavert hráefni sem býður upp á mikla möguleika til aukinnar verðmætasköpunar. Með samstarfi Matís og MS skapast gríðarleg tækifæri til nýsköpunar“ segir Oddur Már. „Samstarfið við MS fellur auk þess vel að grunngildum í starfsemi Matís en hjá fyrirtækinu er lögð áhersla á að vinna að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu“, segir Oddur Már enn fremur. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Í dag undirrituðu fulltrúar Mjólkursamsölunnar og Matís fimm ára samstarfssamning um rannsóknir á skyrgerlum og mysu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MA. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Axel Péturssyni framkvæmdastjóra Sölu- og markaðssviðs MS er fyrirtækið mjög spennt fyrir þessu samstarfi sem fyrirtækin hafa náð samkomulagi um. „Í skyrinu og íslenska skyrgerlinum leynast mikil verðmæti eins og við höfum við séð mjög greinilega út frá jákvæðri söluþróun okkar á skyri á Norðurlöndum, en salan á síðasta ári þar jókst um 85% og er nú í heildina orðin um og yfir 13.000 tonn,“ segir Jón Axel. Hann segir að það sé full ástæða til að rannsaka frekar íslenska skyrgerilinn og sérstöðu hans og hvernig nýta megi hann til að gera skyrið að enn verðmætari útflutningsvöru en það er í dag. „Að fá aðgang að því hæfa og góða fagfólki í vísindum og rannsóknum sem vinnur hjá Matís er því mjög verðmætt fyrir okkur og við bindum miklar vonir til framtíðar um þetta samstarf okkar,“ segir Jón Axel. „Enn fremur ætlum við í sameiningu að rannsaka betur eiginleika mysunnar og með hvaða hætti unnt er að gera meiri verðmæti úr henni heldur en gert er í dag.“ Að sögn Odds Más Gunnarssonar, sviðsstjóra viðskiptaþróunar Matís sér fyrirtækið mikil tækifæri í því að vinna með MS. Matís er leiðandi rannsóknarfyrirtæki í matvæla-, líftækni- og umhverfisrannsóknum og fyrirtækið er mjög vel búið til að takast á við verkefni sem þessi. „Mikil þekking er innan Matís á hvers kyns örverum og mun sú þekking nýtast vel til rannsóknar á skyri og skyrgerlum. Mysan er ekki minna áhugavert hráefni sem býður upp á mikla möguleika til aukinnar verðmætasköpunar. Með samstarfi Matís og MS skapast gríðarleg tækifæri til nýsköpunar“ segir Oddur Már. „Samstarfið við MS fellur auk þess vel að grunngildum í starfsemi Matís en hjá fyrirtækinu er lögð áhersla á að vinna að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu“, segir Oddur Már enn fremur.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira