1% elítan og við hin Benóný Harðarson skrifar 22. janúar 2015 17:11 Við Íslendingar erum að mörgu leyti heppnir. Við eigum fullt af auðlindum, fallegt land og þurfum ekki að vera hrædd við stríð. Í sjálfu sér höfum við það flest gott. Sú staðreynd er samt kannski að breytast því samkvæmt nýjustu gögnum er misskiptingin á Íslandi alltaf að aukast. Eitt prósent þjóðarinnar á nú fjórðung eigna á Íslandi. Það er gríðarlega hættuleg þróun.Ríkisstjórnarflokkarnir ætla að einkavæða í heilbrigðiskerfinu svo að þeir ríku, þetta 1%, geti borgað sig á undan hinum í röðinni. Auk þess er byrjað er að tala um einkavæðingu í skólakerfinu svo ljóst er að það sama mun gerast þar. Þessi 1% elíta mun fá betri tækifæri en við hin. Við sem þjóð getum ákveðið núna hvað leið við viljum fara. Viljum við vera samfélag misskiptingar eða viljum við vera samfélag þar sem fólk fær jöfn tækifæri?Ljóst er að samningar á almenna vinnumarkaðinum eru lausir á þessu ári svo sá möguleiki er fyrir hendi að snúa þessari þróun við með því að hækka laun lægstu stétta. Mannsæmandi laun eru nauðsynleg forsenda þess að þeir sem hafa lægstu launin geti nýtt sér þau tækifæri sem þeim bjóðast.Forystumenn ríkistjórnarinar eru hluti af 1% elítunni. Það sést á flestu sem þeir gera. Að banna fólki yfir 25 ára að fara í framhaldsskóla, að hækka matarskatt, að hækka komugjöld á spítala kemur allt í veg fyrir það að fólk fái jöfn tækifæri. Auk þess er ekki hægt að minnast á það ógrátandi að veiðigjöldin eru lækkuð aftur og aftur. Sú lækkun kemur aðeins þessu 1% fólki til góða. Sjómönnum og fólki sem vinnur hjá útgerðinni hlýtur að líða illa eftir að þeim var skipað á Austurvöll til að mótmæla veiðigjöldum því launin þeirra hafa ekkert hækkað en arðurinn til eiganda hækkar ár eftir ár. Arður af auðlind sem við eigum öll saman.Ég þakka fyrir það að hafa fæðst á Íslandi á meðan tækifærin voru jöfn. Ég kem utan af landi og er úr verkamannafjölskyldu. Foreldrar mínir eru duglegasta fólk sem ég þekki en það er ljóst að ég hefði ekki getað menntað mig ef ég hefði þurft að borga himinhá skólagjöld.Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk sem er svart eða hvítt, múslimar eða kristnir, samkynhneigt eða gagnkynhneigt - og þar sem allir fá jöfn tækifæri. Því ríður á að koma ríkisstjórnarflokkunum frá. Það kæmi 99% fólks til góða. Því vona ég að 1% elítan hlusti og hætti að hugsa aðeins um sinn hag. Vinnum saman að bættu samfélagi í stað þess að sundra því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum að mörgu leyti heppnir. Við eigum fullt af auðlindum, fallegt land og þurfum ekki að vera hrædd við stríð. Í sjálfu sér höfum við það flest gott. Sú staðreynd er samt kannski að breytast því samkvæmt nýjustu gögnum er misskiptingin á Íslandi alltaf að aukast. Eitt prósent þjóðarinnar á nú fjórðung eigna á Íslandi. Það er gríðarlega hættuleg þróun.Ríkisstjórnarflokkarnir ætla að einkavæða í heilbrigðiskerfinu svo að þeir ríku, þetta 1%, geti borgað sig á undan hinum í röðinni. Auk þess er byrjað er að tala um einkavæðingu í skólakerfinu svo ljóst er að það sama mun gerast þar. Þessi 1% elíta mun fá betri tækifæri en við hin. Við sem þjóð getum ákveðið núna hvað leið við viljum fara. Viljum við vera samfélag misskiptingar eða viljum við vera samfélag þar sem fólk fær jöfn tækifæri?Ljóst er að samningar á almenna vinnumarkaðinum eru lausir á þessu ári svo sá möguleiki er fyrir hendi að snúa þessari þróun við með því að hækka laun lægstu stétta. Mannsæmandi laun eru nauðsynleg forsenda þess að þeir sem hafa lægstu launin geti nýtt sér þau tækifæri sem þeim bjóðast.Forystumenn ríkistjórnarinar eru hluti af 1% elítunni. Það sést á flestu sem þeir gera. Að banna fólki yfir 25 ára að fara í framhaldsskóla, að hækka matarskatt, að hækka komugjöld á spítala kemur allt í veg fyrir það að fólk fái jöfn tækifæri. Auk þess er ekki hægt að minnast á það ógrátandi að veiðigjöldin eru lækkuð aftur og aftur. Sú lækkun kemur aðeins þessu 1% fólki til góða. Sjómönnum og fólki sem vinnur hjá útgerðinni hlýtur að líða illa eftir að þeim var skipað á Austurvöll til að mótmæla veiðigjöldum því launin þeirra hafa ekkert hækkað en arðurinn til eiganda hækkar ár eftir ár. Arður af auðlind sem við eigum öll saman.Ég þakka fyrir það að hafa fæðst á Íslandi á meðan tækifærin voru jöfn. Ég kem utan af landi og er úr verkamannafjölskyldu. Foreldrar mínir eru duglegasta fólk sem ég þekki en það er ljóst að ég hefði ekki getað menntað mig ef ég hefði þurft að borga himinhá skólagjöld.Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk sem er svart eða hvítt, múslimar eða kristnir, samkynhneigt eða gagnkynhneigt - og þar sem allir fá jöfn tækifæri. Því ríður á að koma ríkisstjórnarflokkunum frá. Það kæmi 99% fólks til góða. Því vona ég að 1% elítan hlusti og hætti að hugsa aðeins um sinn hag. Vinnum saman að bættu samfélagi í stað þess að sundra því.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar