1% elítan og við hin Benóný Harðarson skrifar 22. janúar 2015 17:11 Við Íslendingar erum að mörgu leyti heppnir. Við eigum fullt af auðlindum, fallegt land og þurfum ekki að vera hrædd við stríð. Í sjálfu sér höfum við það flest gott. Sú staðreynd er samt kannski að breytast því samkvæmt nýjustu gögnum er misskiptingin á Íslandi alltaf að aukast. Eitt prósent þjóðarinnar á nú fjórðung eigna á Íslandi. Það er gríðarlega hættuleg þróun.Ríkisstjórnarflokkarnir ætla að einkavæða í heilbrigðiskerfinu svo að þeir ríku, þetta 1%, geti borgað sig á undan hinum í röðinni. Auk þess er byrjað er að tala um einkavæðingu í skólakerfinu svo ljóst er að það sama mun gerast þar. Þessi 1% elíta mun fá betri tækifæri en við hin. Við sem þjóð getum ákveðið núna hvað leið við viljum fara. Viljum við vera samfélag misskiptingar eða viljum við vera samfélag þar sem fólk fær jöfn tækifæri?Ljóst er að samningar á almenna vinnumarkaðinum eru lausir á þessu ári svo sá möguleiki er fyrir hendi að snúa þessari þróun við með því að hækka laun lægstu stétta. Mannsæmandi laun eru nauðsynleg forsenda þess að þeir sem hafa lægstu launin geti nýtt sér þau tækifæri sem þeim bjóðast.Forystumenn ríkistjórnarinar eru hluti af 1% elítunni. Það sést á flestu sem þeir gera. Að banna fólki yfir 25 ára að fara í framhaldsskóla, að hækka matarskatt, að hækka komugjöld á spítala kemur allt í veg fyrir það að fólk fái jöfn tækifæri. Auk þess er ekki hægt að minnast á það ógrátandi að veiðigjöldin eru lækkuð aftur og aftur. Sú lækkun kemur aðeins þessu 1% fólki til góða. Sjómönnum og fólki sem vinnur hjá útgerðinni hlýtur að líða illa eftir að þeim var skipað á Austurvöll til að mótmæla veiðigjöldum því launin þeirra hafa ekkert hækkað en arðurinn til eiganda hækkar ár eftir ár. Arður af auðlind sem við eigum öll saman.Ég þakka fyrir það að hafa fæðst á Íslandi á meðan tækifærin voru jöfn. Ég kem utan af landi og er úr verkamannafjölskyldu. Foreldrar mínir eru duglegasta fólk sem ég þekki en það er ljóst að ég hefði ekki getað menntað mig ef ég hefði þurft að borga himinhá skólagjöld.Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk sem er svart eða hvítt, múslimar eða kristnir, samkynhneigt eða gagnkynhneigt - og þar sem allir fá jöfn tækifæri. Því ríður á að koma ríkisstjórnarflokkunum frá. Það kæmi 99% fólks til góða. Því vona ég að 1% elítan hlusti og hætti að hugsa aðeins um sinn hag. Vinnum saman að bættu samfélagi í stað þess að sundra því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum að mörgu leyti heppnir. Við eigum fullt af auðlindum, fallegt land og þurfum ekki að vera hrædd við stríð. Í sjálfu sér höfum við það flest gott. Sú staðreynd er samt kannski að breytast því samkvæmt nýjustu gögnum er misskiptingin á Íslandi alltaf að aukast. Eitt prósent þjóðarinnar á nú fjórðung eigna á Íslandi. Það er gríðarlega hættuleg þróun.Ríkisstjórnarflokkarnir ætla að einkavæða í heilbrigðiskerfinu svo að þeir ríku, þetta 1%, geti borgað sig á undan hinum í röðinni. Auk þess er byrjað er að tala um einkavæðingu í skólakerfinu svo ljóst er að það sama mun gerast þar. Þessi 1% elíta mun fá betri tækifæri en við hin. Við sem þjóð getum ákveðið núna hvað leið við viljum fara. Viljum við vera samfélag misskiptingar eða viljum við vera samfélag þar sem fólk fær jöfn tækifæri?Ljóst er að samningar á almenna vinnumarkaðinum eru lausir á þessu ári svo sá möguleiki er fyrir hendi að snúa þessari þróun við með því að hækka laun lægstu stétta. Mannsæmandi laun eru nauðsynleg forsenda þess að þeir sem hafa lægstu launin geti nýtt sér þau tækifæri sem þeim bjóðast.Forystumenn ríkistjórnarinar eru hluti af 1% elítunni. Það sést á flestu sem þeir gera. Að banna fólki yfir 25 ára að fara í framhaldsskóla, að hækka matarskatt, að hækka komugjöld á spítala kemur allt í veg fyrir það að fólk fái jöfn tækifæri. Auk þess er ekki hægt að minnast á það ógrátandi að veiðigjöldin eru lækkuð aftur og aftur. Sú lækkun kemur aðeins þessu 1% fólki til góða. Sjómönnum og fólki sem vinnur hjá útgerðinni hlýtur að líða illa eftir að þeim var skipað á Austurvöll til að mótmæla veiðigjöldum því launin þeirra hafa ekkert hækkað en arðurinn til eiganda hækkar ár eftir ár. Arður af auðlind sem við eigum öll saman.Ég þakka fyrir það að hafa fæðst á Íslandi á meðan tækifærin voru jöfn. Ég kem utan af landi og er úr verkamannafjölskyldu. Foreldrar mínir eru duglegasta fólk sem ég þekki en það er ljóst að ég hefði ekki getað menntað mig ef ég hefði þurft að borga himinhá skólagjöld.Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk sem er svart eða hvítt, múslimar eða kristnir, samkynhneigt eða gagnkynhneigt - og þar sem allir fá jöfn tækifæri. Því ríður á að koma ríkisstjórnarflokkunum frá. Það kæmi 99% fólks til góða. Því vona ég að 1% elítan hlusti og hætti að hugsa aðeins um sinn hag. Vinnum saman að bættu samfélagi í stað þess að sundra því.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar