Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2015 08:14 Guðmundur á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Doha. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, hóf blaðamannafund sinn á Hilton-hótelinu í Doha á morgun á alvarlegum nótum. Danskir fjölmiðlar fjölluðu í gær um meint ósætti danska landsliðsmannsins Kasper Söndergaard við hlutverk sitt í liðinu eftir uppákomu á æfingu liðsins fyrr í vikunni. Söndergaard var sagður hafa sakað Guðmund um að hafa sýnt sér virðingarleysi en sjálfur sagði leikmaðurinn á Twitter-síðu sinni í gær að það væri alrangt og að hann væri sáttur við hvaða hlutverk sem honum væri úthlutað. „Kasper er einn af tryggustu leikmönnum liðsins. Hann er liðsmaður og ég er leiður vegna þess fréttaflutnings sem átti sér stað í kringum hann,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi sínum í morgun. „Ég skil ekki af hverju það voru sagðar fréttir af ósætti sem ekki er til staðar. Það er erfitt að ætla að svara fyrir það. Hann, ég og liðið allt vorum einbeittir að leiknum í gær,“ bætti hann við en Danir unnu Rússa á HM í Katar í gær. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við fjölmiðla en svona lagað hef ég ekki upplifað áður á mínum 25 ára þjálfaraferli. Það er það sem ég hef að segja um þetta mál,“ sagði Guðmundur. Þjálfarinn sagðist ánægður með margt sem hann sá í leik sinna manna gegn Rússum í gær, sér í lagi sóknarleikinn. „Ég hef ekki upplifað áður á stórmótum að mæta svo mörkum varnarafbrigðum á einu og sama mótinu. Við höfum spilað gegn 6-0, 5-1, 3-2-1 og 4-2 vörnum en mér fannst að sóknin hafi leyst sitt vel á stórum köflum í leiknum í gær.“ „Varnarleikurinn var líka góður í fyrri hálfleik og það kom kafli þá sem við unnum 8-0. Síðari hálfleikurinn var ekki í sama gæðaflokki en ég er auðvitað fyrist og fremst ánægður með að hafa unnið Rússa.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur og Dagur litríkir á hliðarlínunni í gær | Myndband Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fengu eitt stig á mann þegar lið þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 21. janúar 2015 15:30 Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30 Danir slökuðu á í seinni en unnu samt Rússa örugglega Danska landsliðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar vann þriggja marka sigur á Rússlandi, 31-28, í fjórða leik sínum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2015 19:41 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, hóf blaðamannafund sinn á Hilton-hótelinu í Doha á morgun á alvarlegum nótum. Danskir fjölmiðlar fjölluðu í gær um meint ósætti danska landsliðsmannsins Kasper Söndergaard við hlutverk sitt í liðinu eftir uppákomu á æfingu liðsins fyrr í vikunni. Söndergaard var sagður hafa sakað Guðmund um að hafa sýnt sér virðingarleysi en sjálfur sagði leikmaðurinn á Twitter-síðu sinni í gær að það væri alrangt og að hann væri sáttur við hvaða hlutverk sem honum væri úthlutað. „Kasper er einn af tryggustu leikmönnum liðsins. Hann er liðsmaður og ég er leiður vegna þess fréttaflutnings sem átti sér stað í kringum hann,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi sínum í morgun. „Ég skil ekki af hverju það voru sagðar fréttir af ósætti sem ekki er til staðar. Það er erfitt að ætla að svara fyrir það. Hann, ég og liðið allt vorum einbeittir að leiknum í gær,“ bætti hann við en Danir unnu Rússa á HM í Katar í gær. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við fjölmiðla en svona lagað hef ég ekki upplifað áður á mínum 25 ára þjálfaraferli. Það er það sem ég hef að segja um þetta mál,“ sagði Guðmundur. Þjálfarinn sagðist ánægður með margt sem hann sá í leik sinna manna gegn Rússum í gær, sér í lagi sóknarleikinn. „Ég hef ekki upplifað áður á stórmótum að mæta svo mörkum varnarafbrigðum á einu og sama mótinu. Við höfum spilað gegn 6-0, 5-1, 3-2-1 og 4-2 vörnum en mér fannst að sóknin hafi leyst sitt vel á stórum köflum í leiknum í gær.“ „Varnarleikurinn var líka góður í fyrri hálfleik og það kom kafli þá sem við unnum 8-0. Síðari hálfleikurinn var ekki í sama gæðaflokki en ég er auðvitað fyrist og fremst ánægður með að hafa unnið Rússa.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur og Dagur litríkir á hliðarlínunni í gær | Myndband Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fengu eitt stig á mann þegar lið þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 21. janúar 2015 15:30 Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30 Danir slökuðu á í seinni en unnu samt Rússa örugglega Danska landsliðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar vann þriggja marka sigur á Rússlandi, 31-28, í fjórða leik sínum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2015 19:41 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira
Guðmundur og Dagur litríkir á hliðarlínunni í gær | Myndband Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fengu eitt stig á mann þegar lið þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 21. janúar 2015 15:30
Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30
Danir slökuðu á í seinni en unnu samt Rússa örugglega Danska landsliðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar vann þriggja marka sigur á Rússlandi, 31-28, í fjórða leik sínum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2015 19:41